Opnun Laxár í Mývatnssveit

Veiðitímabilið í Laxá í Mývatnssveit hófst í morgun er hópur galvaskra veiðimanna, fullir eftirvæntingar, mættu á bakkann í fullum skrúða. Við höfum aðeins hlerað einn þeirra í morgun og heyrðum svo í honum þegar menn voru mættir í hús kl. 14.

Veiðin fer alveg glimrandi vel af stað og er fiskur að veiðast á öllum svæðum. Viðmælandi okkar átti erfitt með að halda utan um nákvæmar aflatölur en skaut á að um 140 fiskar hafi veiðst í morgun. Svo við vitnum í ein af skilaboðunum sem við fengum í morgun:

“þetta er trrrrruuuuffffllllaaaaðððð!!”

Svo mörg voru þau orð. Það er nokkuð ljóst að veiðin í Laxá í Mývatnssveit fer mjög vel af stað og við færum ykkur vonandi frekari fréttir á morgun.