By Hjörleifur Steinarsson

Fræðslukvöld SVFR.

Takið kvöldið frá! Fyrsta fræðslukvöld SVFR á þessum vetri verður miðvikudaginn 6. mars næstkomandi. Glæsileg dagskrá og frábært happdrætti eins og venjulega. Viðburðurinn verður haldinn á Sportbarnum Ölver Glæsibæ, húsið opnar kl 19 en dagskrá hefst kl 20.  

Lesa meira Fræðslukvöld SVFR.

By Ingimundur Bergsson

Aðalfundur SVFR: Úrslit í stjórnarkjöri og óbreytt félagsgjald

Úrslit í stjórnarkjöri Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) voru kynnt á aðalfundi félagsins, sem fór fram í Akóges-salnum í Lágmúla í gærkvöldi. Ragnheiður Thorsteinsson formaður SVFR var ein í framboði til formanns og því sjálfkjörin. Fjórir frambjóðendur bitust um þrjú laus sæti í stjórn. Kosningarnar hófust fimm dögum fyrir aðalfund og voru rafrænar. Á kjörskrá voru 2.547 …

Lesa meira Aðalfundur SVFR: Úrslit í stjórnarkjöri og óbreytt félagsgjald

By Ingimundur Bergsson

Skorað á stjórnvöld að herða eftirlit og stórhækka sektir

Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær ályktun vegna sjókvíaeldis á laxi. Hér er ályktunin: Ályktun aðalfundar SVFR. Aðalfundur SVFR skorar á stjórnvöld að bregðast við því ófremdarástandi sem skapast hefur í sjókvíaeldismálum við strendur Íslands. Á síðasta ári varð stórslys. Þúsundir frjórra eldislaxa sluppu úr sjókví Arctic Fish í Patreksfirði. Fljótlega var …

Lesa meira Skorað á stjórnvöld að herða eftirlit og stórhækka sektir

By Ingimundur Bergsson

Aðalfundur í dag kl. 18.00 – ertu búin/n að kjósa?

Kæru félagar! Aðalfundur SVFR verður haldinn í dag fimmtudaginn 29. febrúar nk. kl. 18:00. Fundurinn fer fram í Akóges salnum, Lágmúla 4. Dagskrá fundarins hefur verið kynnt og má sjá hana hér.   KOSIÐ TIL STJÓRNAR SVFR Kosið verður um þrjú sæti í stjórn SVFR og hefur rafræn kosning þegar farið í gang. Við hvetjum …

Lesa meira Aðalfundur í dag kl. 18.00 – ertu búin/n að kjósa?

By Árni Kristinn Skúlason

Vorveiði til félagsmanna

Kæru félagsmenn, Nú erum við að setja í sölu vorveiðina í Leirvogsá, Korpu og það sem til er á lager í silungsveiðinni í Elliðaánum. Við viljum að þið félagsmenn njótið forgangs og því hafið þið kost á að sækja um þá daga sem þið viljið áður en leyfin fara í almenna sölu í vefsölunni í …

Lesa meira Vorveiði til félagsmanna

By Ingimundur Bergsson

Kosið til stjórnar SVFR

Kosið verður um þrjú sæti í stjórn SVFR á aðalfundi félagsins þann 29. febrúar. Í framboði eru í stafrófsröð fjórir félagar; Halldór Jörgensson, Hrannar Pétursson, Trausti Hafliðason og Unnur Líndal Karlsdóttir. Fyrir í stjórn SVFR þær Brynja Gunnarsdóttir, Dögg Hjaltalín og Helga Jónsdóttir, en þær voru kjörnar til tveggja ára setu á síðasta ári. Kjörnefnd hefur  ákveðið að kosning skuli …

Lesa meira Kosið til stjórnar SVFR

By Hjörleifur Steinarsson

Barna og unglingastarfið hafið.

Fyrsti viðburður barna-og unglingastarfsins. Barna-og unglingastarf Stangveiðifélags Reykjavíkur hófst fimmtudaginn 15.febrúar síðastliðinn. Á kvöldið mættu krakkar á öllum aldri og eru þeir mjög áhugasamir um stangveiði svo framhaldið lofar góðu. Fyrst var farið var yfir dagskrána fram að sumri og var það gert til að gefa þátttakendum hugmynd hvað verður í boði. Eftir formlegheitin var …

Lesa meira Barna og unglingastarfið hafið.