Kæru félagsmenn,
Við á skrifstofu SVFR leggjum okkur fram við að mæta þörfum félagsmanna. Þess vegna viljum við heyra ykkar skoðanir á starfsemi og þjónustu félagsins. Okkur langar að vita hvað og hvar þið viljið veiða, hvað ykkur finnst um hitamál sem tengjast veiðisamfélaginu og ótal margt annað. Til að kanna hug félaga í SVFR höfum við sett saman viðhorfskönnun og vonumst eftir svörum frá sem flestum. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að svara, en niðurstöðurnar geta nýst félaginu vel til að bæta starfsemina.
Smellið hér til að taka þátt í könnuninni.
Niðurstöður verða kynntar félagsmönnum í Veiðimanninum, málgagni SVFR sem kemur út í lok ársins.