Við á skrifstofu SVFR leggjum okkur fram við að mæta þörfum félagsmanna. Þess vegna viljum við heyra ykkar skoðanir á starfsemi og þjónustu félagsins. Okkur langar að vita hvað og hvar þið viljið veiða, hvað ykkur finnst um hitamál sem tengjast veiðisamfélaginu og ótal margt annað. Til að kanna hug félaga í SVFR höfum við sett saman viðhorfskönnun og vonumst eftir svörum frá sem flestum. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að svara, en niðurstöðurnar geta nýst félaginu vel til að bæta starfsemina.  

Niðurstöður verða kynntar félagsmönnum í Veiðimanninum, málgagni SVFR  sem kemur út í lok ársins. 

 

Viðhorfskönnun

Prófíll veiðimanna

Kyn:
Aldur:
Hvað ferðu í margar veiðiferðir á ári?
Hversu margar veiðiferðir eru í ám SVFR á ári?
Hvað hefur þú veitt lengi?
Hvernig veiði stundar þú? (hægt að velja fleiri en einn valmöguleika)
Hvað er viðhorf þitt til sjókvíaeldis við Ísland
Hvað finnst þér um viðbrögð SVFR gegn sjókvíaeldi?

Starfsemin og félagið

Hversu ánægð/ur ertu með skrifstofu SVFR?
Hversu góð finnst þér upplýsingagjöf SVFR vera?
Hvar sérðu aðallega upplýsingar frá SVFR?
Hversu ánægð/ur ertu með vefsíðu SVFR?
Hversu ánægð/ur ertu með vefsölu SVFR?
SVFR tók upp skráningu á veiði í gegnum appið Angling iQ síðasta sumar á nokkrum ársvæðum. Hversu ánægð/ur ertu með að skrá aflann á þann veg?
SVFR stendur reglulega fyrir skemmti- og fræðslukvöldum, hversu ánægð/ur ertu með þau kvöld?
Myndir þú hafa áhuga á að starfa í nefndum fyrir hönd félagsins?

Framboð veiðileyfa

Hversu ánægð/ur ertu með núverandi framboð veiðileyfa hjá SVFR?
Hvaða tegund veiðileyfa finnst þér að SVFR ætti að bæta í úrval sitt?
Ef þú gætir valið um veiðileyfi með þjónustu eða í sjálfsmennsku hvort myndir þú velja:

Úthlutunar- og veiðireglur:

Hversu vel þekkirðu núverandi úthlutunarkerfi?
Hversu hlynnt/ur ertu endurbókun veiðileyfa?
Hversu hlynnt/ur ertu forúthlutun?
Hversu hlynnt/ur ertu því að dregið sé milli umsókna um veiðileyfi?
Hversu hlynnt/ur ertu að veiða og sleppa?
Ertu ánægð/ur með kvóta á hversu marga laxa má drepa í ám á vegum SVFR?
Hversu hlynnt/ur ertu kvóta í ám á vegum SVFR?

Gæði þjónustu

Næstu spurningar eru aðeins fyrir þá sem gistu í veiðihúsi á vegum SVFR síðasta sumar
Gistir þú í eftirfarandi veiðihúsum? (hægt að velja fleiri en einn svarmöguleikar)
Hversu ánægð/ánægður varstu með matinn?
Hversu ánægð/ánægður varstu með aðstöðuna í veiðihúsinu?
Ef þú fékkst leiðsögumann á vegum SVFR hversu ánægð/ánægður varstu með þjónustu viðkomandi?
Hversu ánægð/ur ertu með aðgengi að veiðistöðunum?
Hversu ánægð/ur ertu með merkingar veiðistaða?

Aukaspurningar fyrir þá sem veiða í Elliðaánum:

Hversu ánægð/ur ertu með úthlutunarreglurnar?
Hversu ánægð/ur ertu með núverandi skiptingu?
Finnst þér að þeir sem fá ekki umbeðnar dagsetningar eigi að fá forgang árið eftir?
Hvaða fyrirkomulag finnst þér henta best við skiptingu í veiði í Elliðaánum?