Hrannar Pétursson – stjórnarmaður frá árinu 2018
Rekstur SVFR hefur gengið vel undanfarin ár, eftir mikla varnarbaráttu og krefjandi aðstæður árin þar á undan. Stjórn félagsins hefur verið samstíga í þeirri vinnu og getur horft stolt um öxl, nú þegar SVFR hefur náð aftur vopnum sínum. Eiginfjárstaða félagsins er sterk, félagsstarfið er gott og SVFR heldur stöðu sinni sem bakbeinið í samfélagi íslenskra veiðimanna.
Ég býð mig fram til áframhaldandi setu í stjórn SVFR og óska eftir þínum stuðningi.