Kvennanefnd SVFR var stofnuð síðla árs 2013 í þeim tilgangi að skapa vettvang fyrir félagskonur SVFR sem og aðrar veiðikonur til að efla tengslanetið.

Markmið kvennanefndarinnar er að vera sýnilegt hvatningarafl fyrir konur í veiði.

Kvennanefndin stendur fyrir opnum húsum reglulega yfir vetrartímann, þar sem boðið er upp á fjölbreytta veiðitengda fræðslu, kastæfingu á vorin og árlegri veiðiferð sem hápunkti starfsársins.  Núna stendur yfir 10.starfsár kvennanefndarinnar og verða því veiðiferðirnar tvær sumarið 2024. Annars vegar verður farið í silungsveiði í Laxá í Laxárdal 23.-26.júní og hins vegar laxveiði í Langá á Mýrum 30.ágúst-1.september. 

Með félagastarfinu viljum við valdefla og styrkja konur í veiði. Allar veiðikonur eru ávallt velkomnar.

Kvennanefndin tekur þátt í endurhæfingarverkefninu Kastað til bata, þar sem konum sem hafa lokið meðferð við brjóstakrabbameini er boðið til veiðiferðar. Verkefnið er árlegt á vegum Krabbameinsfélagsins og styrktaraðila, en SVFR er stuðningsaðili.

Kvennanefndina í ár skipa þær Sæunn Björk Þorkelsdóttir, Helga Gísladóttir, Þóra Sigrún Hjaltadóttir og Rún Knútsdóttir. Kvennanefnd SVFR er hægt að fylgja á helstu samfélagsmiðlum.