Laxárdalurinn hefur löngum verið sveipaður dulúð en stórir silungar, stór á og mikilfenglegt landslag einkenna dalinn. Veiðin hefur verið á stöðugri uppleið síðan veiða sleppa fyrirkomulagið var tekið upp en lokatölur síðasta tímabils voru 1050 fiskar og stefnir í annað eins, ef ekki meira, í ár.
Gaman er að segja frá því að kvennanefnd SVFR fór í jómfrúarferðina sína í Laxárdalinn 23.-26. júní síðastliðinn og óhætt er að segja að dalurinn hafi tekið vel á móti dömunum og skartað sínu fegursta. Stemmning í hollinu var algjörlega mögnuð, veiðin þrusugóð, og ekki skemmdi fyrir að frábærir leiðsögumenn frá SVFR voru með í för. Ánægjan í hópnum var slík að þær eru nú þegar búnar að bóka sig að ári – ekki amaleg meðmæli þar! Við leyfum myndunum hér að neðan að tala sínu máli.
Þeir stóru eru heldur betur á sveimi, þannig veiddi erlendur veiðimaður um daginn 71 cm urriða sjá hér:
Við viljum vekja athygli á því að nóg er til af lausum stöngum seinni part júlí, vegna afbókana erlendra veiðimanna, og lítið mál að útbúa góða pakka handa veiðimönnum ef áhugi er fyrir hendi.
Þá er vert að nefna að enn eru lausar stangir í Caddis hollum 11.-14. júlí og 14.-17. júlí en þar er kjörið tækifæri til að læra af þeim bestu enda Caddis hollin ávallt verið óhemju vinsæl og margir sem þar hafa veitt orðnir ævilangir aðdáendur Laxárdalsins.
Upplýsingar um svæðið: Laxá í Laxárdal – SVFR
Vefsala: Vefsala – SVFR
: