Veiðin í Laugardalsá hefur verið ágæt sem af er sumri og eru konnir 12 laxar í bók ásamt 47 urriðum og 29 bleikjum.
Góður gangur er í teljaranum og eru 72 laxar gengnir upp, stærsti fiskurinn er 87cm hængur sem var myndaður í teljaranum 19. júní og var veiddist 21. júní í Dagmálafljóti.
Þetta stefnir í ágætt sumar og eru aðeins fjögur holl eftir:
15-17 júlí – Þrjár stangir – 412.500kr – 50% afsláttur!
23-25 júlí – Þrjár stangir – 536.250kr – 35% afsláttur!
11-13 september – Tvær stangir – 236.000kr
15-17 september – Tvær stangir – 236.000kr
Ef áhugi er fyrir þessum hollum endilega hafið samband við skrifstofu með að senda póst á [email protected] eða í hringið í síma 5686050. Vefsalan okkar er alltaf opin og er hægt að ganga frá kaupum með því að smella hér