Frá 9 þús

Varmá – Þorleifslækur

Vatnasvæði Varmár er um margt sérstakt en þar má finna allar tegundir íslenskra ferskvatnsfiska en sjóbirtingurinn er þó alls ráðandi á svæðinu. Margir stórir staðbundnir urriðar veiðast ár hvert ásamt sjóbirtingum, um og yfir 80 cm. Það leynast gríðalega stórir og sterkir fiskar í þessari litlu og nettu á. Varmá er tilvalin til að leiða unga veiðimenn inn í undraheim stangaveiðinnar. Veiðitímabilið er langt á bökkum árinnar, það hefst 1. apríl og stendur allt fram til 20. október.

Varmá kemur svo sannarlega skemmtilega á óvart og það er engin tilviljun að sömu mennirnir sækja í ána dag eftir dag, ár eftir ár.

Suðurland, Hveragerði
Veiðitímabil: 01.04 - 20.10
Stangir: 6
Agn: fluga
Kvóti: Veiða og sleppa 1. apríl til 31 maí, annars 1 á stöng á dag.
Ekkert veiðihús
Bóka núna

Gisting

Engin gisting í boði.

Tímabil

1. apríl til 20. október.

Veiðin

Sjóbirtingur, 6 stangir, eingöngu fluga með flugustöng. Sleppiskylda til 1. júní, eftir það má hirða einn fisk.

Hentar

Byrjendum sem lengra komnum.

Varmá - Þorleifslækur
Umsjón og veiðivarsla

Varmá

821 3977

svfrveidivarsla@gmail.com

Veiðisvæðið - veiðin

Varmá er alveg einstaklega lúmsk á en í henni er einn stærsti sjóbirtingsstofn Suðurlands. Í ánni eru 25 merktir veiðistaðir en mælt er með að veiðimenn labbi á milli merktra veiðistaða og kasta á alla álitslega staði þar sem fiskurinn getur verið hvar sem er. Hér er griðastaður fluguveiðimanna en rétt er að taka fram að til þess að hlúa að fiskistofnum þessa viðkvæma vatnasvæðis er veitt og sleppt frá 1. apríl til 31. maí og síðan er kvótinn 1 fiskur á stöng á dag en það má að sjálfsögðu veiða og sleppa að vild eftir það.

Helstu veiðistaðir eru Ármót, Reykjafoss, Reykjabeygja, Hesthúsabeygja 1, Stöðvarbreiða, 16, 15, 14, 12, 7, 6, 5, 2 og 1. Það er næstum því alltaf fiskur á þessum stöðum en hann getur verið mjög var um sig. Staðirnir eru fjölbreyttir og misaðgengilegir.

Gott er að hafa fjölbreytt úrval af flugum þar sem aðstæður geta breyst heldur fljótt, ef áin er mjög tær er best að nota litlar púpur og tökuvara. Þegar áin er vatnsmikil og jafnvel lituð gefa straumflugur best, oft er gott að sökkva þeim vel og fara hratt yfir veiðistaði.

ATHUGIÐ
Vegurinn sem liggur niður að Bökkum/Gömlu Stíflu er afar seinfær og gróður, keyrið varlega og munið að loka hliðum.

 

VarmáDagar: 01.04 - 20.10
Veiðifyrirkomulag:Heilir dagar
01.04 - 12.0608:00 - 20:00
13.06 - 20. 087:00– 13:00 / 16:00–22:00
21.08 - 20.1008:00 - 20:00
Mæting, staður:Ekkert hús, veiðimenn mæta á svæði.
Mæting, tími:Frjáls
Vinsælar púpur:Pheasant Tail, Röndin, Squirmy Wormie, Mobuto, Peacock og Héraeyra
Vinsælar straumflugur:Black Ghost, Dýrbítur, Flæðamús, Grey Ghost og Nobbler

Veiðireglur

Vinsamlegast kynnið ykkur veiðireglurnar og virðið þær. Brot á veiðireglum varða fyrirvaralausum brottrekstri úr Varmá, upptöku afla og veiðafæra ásamt öðrum viðurlögum eftir því sem við á.

Gangið vel um veiðisvæðið, valdið ekki jarðraski og hirðið allt rusl. Sýnið náttúrunni virðingu og keyrið ekki utanvega. Allan afla og aflaleysi ber að skrá í rafræna veiðibók.

Sjá einnig almennar veiðireglur hér

Svæðaskipting

Svæði 1- S1/S2 Brúin fyrir neðan Reykjafoss – Stöðvarhylur
Svæði 2 – S3/S4 Stöðvarbreiða – að Teljara
Svæði 3 – S5/S6 Frá Teljara – niður að Gömlu Stíflu
Frísvæði – Fyrir ofan brúnna fyrir neðan Reykjafoss og fyrir neðan Gömlu-Stíflu.

Svæðaskipting er á tveggja tíma fresti.

Svæðaskiptingin er eins og síðustu ár, ánni verður skipt í þrjú svæði og tvær stangir veiða á hverju svæði.
Stangirnar eru raðaðar niður 1-6, hver seld stöng er merkt s1,s2 og svo framvegis. Svæðaskiptingin verður eftir þeim númerum. Stangarnúmer er hægt að sjá á sölureikningi.

Sem dæmi þá myndi S1 og S2 rúlla í gegnum svæðið svona

8-10 – Svæði 1
10-12 – Svæði 2
12-14 – Svæði 3
14-16 – Svæði 1
16-18 – Svæði 2
18-20 – Svæði 3

ATHUGIÐ AÐ VEIÐIHÚSIÐ ER EKKI Í NOTKUN VEGNA SÓTTVARNA!