Lokuð tímabundið
Varmá – Þorleifslækur
Vatnasvæði Varmár er um margt sérstakt en þar má finna allar tegundir íslenskra ferskvatnsfiska en sjóbirtingurinn er þó allsráðandi á svæðinu. Margir stórir staðbundnir urriðar veiðast ár hvert ásamt sjóbirtingum, um og yfir 80 cm. Það leynast gríðalega stórir og sterkir fiskar í þessari litlu og nettu á. Varmá er tilvalin til að leiða unga veiðimenn inn í undraheim stangaveiðinnar. Veiðitímabilið er langt á bökkum árinnar, það hefst 1. apríl og stendur allt fram til 20. október.
Varmá kemur svo sannarlega skemmtilega á óvart og það er engin tilviljun að sömu mennirnir sækja í ána dag eftir dag, ár eftir ár.
Suðurland, Hveragerði
Veiðitímabil: 01.04 - 20.10
Stangir: 6
Agn: fluga
Kvóti: Veiða og sleppa 1. apríl til 31. maí, annars 1 á stöng á dag.
Engin aðstaða