Frá 17 þús.

Leirvogsá – Vorveiði

Í vorveiðinni eru 2 stangir og öllum fiski skal sleppa, mesta veiðin síðustu ár hefur verið fyrir neðan veiðihús og sérstaklega fyrir neðan Snoppu.

Það er afar sterkur sjóbirtingsstofn í Leirvogsá. Árlega veiðast fiskar um og yfir 80 cm og það er ekki óalgengt að fá 60 cm fisk.

Í vorveiðinni skal sleppa öllum veiddum fiski og biðjum við veiðimenn um að fara varlega með hoplax.

Stangirnar eru seldar saman í apríl en í maí er í boði að kaupa staka stöng.

Mælt er með að menn mæti við Gömlu Brú korter fyrir veiðitíma og ákveða skiptingu í sameiningu.

Athugið! Veiðihúsið er ekki í boði í vorveiðinni.

Höfuðb., Mosfellssveit
Vorveiðin: 01.04 - 30.05
Stangir: 2
Agn: fluga
Kvóti: öllum fiski sleppt
Hús, engin gisting
Bóka núna

Gisting

Engin gisting í boði.

Tímabil

Frá 1.apríl til 30. maí.

Veiðin

Sjóbirtingur, 2 stangir. Eingöngu veitt á flugu og öllum fiski sleppt.

Hentar

Byrjendum sem lengra komnum.

Umsjón og veiðivarsla

Leirvogsá

Leirvogsá

Veiðisvæðið - veiðin

Í vorveiðinni er sjóbirtingur uppistaða veiðinnar. Á ári hverju veiðast afar stórir fiskar og oftar en ekki taka þeir litlar púpur frekar en straumflugur. Best er að veiða í neðri hluta Leirvogsár en á ári hverju veiðast sjóbirtingar alveg upp að veiðihúsi. Bestu staðir síðustu ára hafa verið Birgishylur, Snoppa, Varmadalsgrjót, Gamla-Brú, Brúargrjót og Fitjakotshylur.

Þar sem Leirvogsá er nett á er mjög miklilvægt að nálgast veiðistaði rólega til að styggja ekki fiskinn. Gott er að byrja að nota litlar flugur og stækka svo hægt og rólega.

Veiðireglur


Almennar

Vinsamlegast kynnið ykkur veiðireglurnar og virðið þær. Brot á veiðireglum varða fyrirvaralausum brottrekstri úr Leirvogsá, upptöku afla og veiðafæra ásamt öðrum viðurlögum eftir því sem við á.

Gangið vel um veiðisvæðið, valdið ekki jarðraski og hirðið allt rusl. Sýnið náttúrunni virðingu og keyrið ekki utanvega. Allan afla og aflaleysi ber að skrá í rafræna veiðibók.

Sjá einnig almennar veiðireglur SVFR

Gagnlegar upplýsingar


VorveiðiDagar: 01.04 - 30.05
Veiðifyrirkomulag:Heill dagur, báðar stangir seldar saman.
Veiðitími:08:00 - 20:00
Mæting, staður:Frjálst
Mæting, tími:Frjálst
Vinsælar púpur:Squirmy Wormy, Pheasant Tail, Peacock, Mobuto, Barbapabbi og Héraeyra
Vinsælar straumflugur:Dýrbítur, Nobbler, Hólmfríður, Black Ghost, Grey Ghost og Flæðamús

Leiðsögn

Leiðsögumenn SVFR eru veiðimenn með mikla og langa veiðireynslu og eru valdir af kostgæfni. Með leiðsögn verður veiðin markvissari, tíminn nýtist betur, og oftar en ekki ánægjulegri. Leiðsögumenn okkar upplýsa veiðimenn um bestu veiðistaðina í ánni, búnaðinn og veiðitækni.

  Markvissari veiði

  Fagleg ráðgjöf