Frá 17 þús.
Leirvogsá – Vorveiði
Í vorveiðinni eru 2 stangir og öllum fiski skal sleppa, mesta veiðin síðustu ár hefur verið fyrir neðan veiðihús og sérstaklega fyrir neðan Snoppu.
Það er afar sterkur sjóbirtingsstofn í Leirvogsá. Árlega veiðast fiskar um og yfir 80 cm og það er ekki óalgengt að fá 60 cm fisk.
Í vorveiðinni skal sleppa öllum veiddum fiski og biðjum við veiðimenn um að fara varlega með hoplax.
Stangirnar eru seldar saman í apríl en í maí er í boði að kaupa staka stöng.
Mælt er með að menn mæti við Gömlu Brú korter fyrir veiðitíma og ákveða skiptingu í sameiningu.
Athugið! Veiðihúsið er ekki í boði í vorveiðinni.
Höfuðb., Mosfellssveit
Vorveiðin: 01.04 - 30.05
Stangir: 2
Agn: fluga
Kvóti: öllum fiski sleppt
Hús, engin gisting