Sjóbirtingsveiðin í Varmá er ein sú skemmtilegasta á Suðurlandi, fiskurinn er snemmgengur þar og er góð veiði mest allt tímabilið. Síðustu vikur hefur ringt með jöfnu millibili þannig vatnsleysi er ekki vandamál. Við heyrðum í félögunum Auke van der Ploeg og Aroni Jarli sem voru við veiðar síðasta sunnudag í Varmá.
Þeir mættu snemma um morguninn og þá var byrjað að rigna, áin var í miklu vatni en vel veiðanleg. Þeir voru upp á frísvæðið fyrir ofan Reykjafoss og byrjuðu í Einkahyl. Auke var með straumflugu en Aron púpur, þeir voru ekki lengi að landa sitthvorum fisknum og báðir voru feitir og pattaralegir sjóbirtingar.
Það hélt áfarm að rigna og þegar þeir aðeins á daginn jókst rigningin til muna, algjört skýfall. Varmá er fljót að hækka í rigningu en það stoppaði ekki veiðina, þeir færðu sig ofar og fengu fiska út um allt í kringum golfvöllinn, Brúarstrengur og Einkahylur gáfu flesta fiskana en þeir fengu þrjá á báðum stöðum.
Upp úr hádegi var kominn mikil litur í ánna og þá gáfust þeir upp, rennandi blautir en sáttir því þeir voru komnir með 9 fiska á land, enginn var undir 50cm og sá stærsti var 70cm dreki sem tók púpu #12 í Einkahyl.
Töluvert er laust í Varmá í september og október sem er besti tíminn í sjóbirtinginn, leyfin má sjá í vefsölu.