Síðasta holl í Hítará með 52 laxa

Hópur erlendra veiðimanna sem lauk veiðum á hádegi sunnudags endaði með 52 laxa. Það hefur ekki farið framhjá neinum há vatnsstaða áa á landinu vegna rigninga og er Hítaráin ekki undanskilin í þeim efnum ásamt náttúru inngrips sem flestum er kunnug.

Hollið hóf veiðar eftir hádegi fimmtudags og var áin nokkuð há í vatni og skoluð, þann eftirmiðdag voru 8 löxum landað. Þurrt var í veðri daginn eftir og mátti sjá stigsmun á ánni, góð veiði var þann daginn. Áin hélt áfram að sjatna og var tærari eftir því sem á leið og voru menn að fá hann á yfirborðinu og því hendbundna. Hitch, smáflugur, sunray og ,,stripp”. Þó var hún ekki að fullu leyti tær eins og menn eru ánni kunnug. Virðist veður spila þarna vel inn í.

Það má með sanni segja að þessi erlendu veiðimenn hafi verið í skýjunum þessa þrjá daga og öll óvissa fór út um veður og vind. Laxinn á þessum tíma var þó ekki dreifður mikið fyrir ofan brú en það ætti ekki að líða langur tími að hann dreifist betur í staði líkt og Grettisstiklur og Langadrátt. Horfðu veiðimenn á laxa í húshyl og fyrir neðan brú í bunkum að gera tilraunir að komast upp.