Laus leyfi í Langá

Langá er öllum kunnug, þar er einn sterkasti laxastofn Vesturlands og á hún mikið af aðdáendum um allan heim. Undanfarna daga hefur verið hörku ganga upp teljarann sem er staðsettur við Skuggafoss og hafa rúmlega 200 fiskar gengið upp á síðustu þremur dögum og er teljarinn í 600 löxum en það eru 30-40% sem fara beint upp Skuggafoss og eru ekki inn í tölunni. Í gærkvöldi höfðu veiðst 93 laxar og mun án efa koma talsverður kippur næstu daga því það er stórstreymt 5. júlí og er sá straumur þekktur fyrir að skila fyrstu stóru smálaxagöngunum. Áin er að nálgast kjörvatn og er fiskur dreifður jafnt og þétt að Langasjó!

Við eigum frábær leyfi laus í Langá og þau eru hér fyrir neðan.

4 stangir 6-9 júlí

2 stangir 9-12 júlí

2 stangir 15-18 júlí

1 stöng 21 – 24 júlí

4 stangir 24- 27 júlí

9 stangir 27 – 30 júlí

Áhugasamir geta haft samband við skrifstofu eða á [email protected]

Góða skemmtun!