Laus leyfi í haust

Haustið er handan við hornið og með kólnandi veðri kemur skemmtilegur tími á mörgum ársvæðum. Hér verður farið yfir stöðuna á lausum leyfum í haust, athugið að verðin sem eru gefin upp eru fyrir félagsmenn og eru á 20% afslætti.

Lax

Alviðra –  Fallegt svæði með góðri veiðivon, það er alltaf fiskur á svæðinu og þarf allur göngufiskur að fara um það. Það er veitt á tvær stangir í Alviðru og kostar leyfið 10.560kr.
Vefsöluna má nálgast hér

Bíldsfell – Besti tíminn er framundan í Soginu, þegar laxinn gengur upp ánna fer hann meðfram landi Ásgarðsmegin en færir sig yfir á vesturbakkann þegar líður á ágúst. Við eigum töluvert laust í september og kostar leyfið frá 32.900 per stöng. Veiðihúsið fylgir með og er veitt á þrjár stangir í sjálfsmennsku.
Vefsöluna má nálgast hér

Elliðaár – Elliðaár hafa verið að gefa vel síðustu daga, ein stöng var með 11 laxa í gær á einni vakt. Það er töluvert laust á næstunni en veitt er í Elliðaánum til 15. september, veiðileyfin eru mjög ódýr og er mikið af laxi á svæðinu, einnig er mikið af sjóbirtingi að ganga og hafa 80cm sjóbirtingar farið upp teljarann í sumar.
Vaktin kostar frá 14.400 og laus leyfi má sjá hér.

Gljúfurá – Við eigum tvö holl á skemmtilegum tíma í Gljúfurá, veiðin hefur verið þokkaleg í sumar og er laxinn vel dreifður um svæðið.
Við eigum tvö holl til sölu í september, veitt er á þrjár stangir og leyft er að veiða á flugu og maðk.

8-10 september –  53.300kr stangardagurinn
20-22 september – 43.900kr stangardagurinn

Laus leyfi í Gljúfurá má sjá hér.

Korpa – Korpan hefur verið ágæt í ár, það er töluvert af fiski á svæðinu og eru að veiðast bæði lax og sjóbirtingur. Veiðin í september er oft mjög skemmtileg í Korpu, það er veitt á tvær stangir og þær kosta frá 14.900kr.

Laus leyfi í Korpu má sjá hér.

Langá – Það hefur verið stöðug veiði í Langá í ár, áin er komin vel yfir lokatölur síðasta árs og er spurningin hvort að hún rjúfi 1000 laxa múrinn í ár. Eftir að áin sjatnaði eftir rigningarnar sem voru fyrr í ágúst kom mikil hreyfing á laxinn og takan varð mun betri, allt bendir til þess að það verði flott veiði í Langá í september.
Við eigum laus leyfi í Langá og má sjá leyfin hér.
Athugið að gjaldið fyrir veiðihúsið er 18.900 á mann ef það eru tveir um stöng en 21.900 ef einn er á stöng.

Laugardalsá – Nú er veitt á tvær stangir í Laugardalsá, mikið er af fiski á heitustu stöðunum og má alveg búast við því að laxinn fari á mikla hreyfingu í haustrigningunum. Það er verulega fallegt veiðihús við ánna og er hún stórskemmtilegur valkostur í september.
Það eru tvö holl laus í ár.
3-5 september kostar 260.000.- fyrir tvær stangir.
15-17 september kostar 200.000.- fyrir tvær stangir.

Laus leyfi í Laugardalsá má sjá hér

Leirvogsá – Full af laxi, það segja margir sem hafa gert sér leið í Leirvogsá í sumar. Lax hefur veiðst í Tröllafossi og er hann dreifður um alla á, skemmtilegt er að nefna að flestir fiskarnir hafa veiðst á flugu í ár. September er afar skemmtilegur mánuður í Leirvogsá en þá er eingöngu veitt með flugu og öllum fiski sleppt. Verð fyrir félagsmenn er frá 47.000.- dagurinn.

Laus leyfi í Leirvogsá má sjá hér.

Þverá í Haukadal – Vel hefur veiðst í þessari nettu á, það er töluvert af laxi á svæðinu og hann hefur verið að taka litlar laxaflugur og hitch. Neðsta svæðið hefur verið heitast og hefur verið mikið að veiðast í gljúfrinu þar, fiskurinn er ekki mikið dreifður en á eftir að dreifa sér upp á dal eftir næstu rigningar. Áin hentar þeim sem hafa gaman að því að ganga þar sem það er enginn vegur meðfram henni, veiðimenn eru algjörlega einir í heiminum þarna.

Við viljum vekja athygli á því að veiðibókin er orðin rafræn og er hægt að skrá veiðina hér.

Við eigum fjóra daga lausa í Þverá og kostar dagurinn 24,900kr.
3. september
8. september
10. september
17. september
Laus leyfi í Þverá má sjá hér.

Silungur

Eldvatnsbotnar – Veiðin í Eldvatni hefur verið góð í ár og lítur allt út fyrir góða veiði í Eldvatnsbotnum í ár, mikið er af stórum birtingum og verður áhugavert að sjá hverju haustið skilar. Svæðið hentar litlum hópum, það er veitt á tvær stangir og er sleppiskylda á öllum fiski.
Leyfin kosta frá 37.800kr per stöng og má nálgast þau hér.

Efri-Flókadalsá – Yfir 600 bleikjur eru komnar í bók og eru þær allt að 7 pund! Göngurnar úr vatninu eru öðruvísi í ár en undanfarin ár og eru minni torfur að koma upp í stað þess að það kemur ein stór ganga og áin fyllist af bleikju. Veiðin fór heldur seinna af stað í ár heldur en síðustu ár og má búast við því að september verði töluvert sterkari í ár heldur en síðustu ár.

Við eigum tvö holl eftir í september, það er veitt á þrjár stangir og er kvóti upp á 8 bleikjur á vakt. Verðið á stöng er 40.590kr fyrir báða dagana.

6-8 september

8-10 september

Laus leyfi í Flókadalsá má sjá hér

Gufudalsá – Fullkomin á fyrir fjölskyldur, það er veitt á 4 stangir í gullfallegu umhverfi. Við ánna er fallegt veiðihús með heitum potti, veiðimenn eru í sjálfsmennsku.
Við eigum eitt holl eftir 30 ágúst – 1 september og er verð per stöng 36.300.

Laus leyfi í Gufudalsá má sjá hér

Varmá – Hefur verið sterk síðustu daga, sjóbirtingurinn var mættur snemma og það er mikið af fiski í ánni. Fiskur fór að veiðast fyrir ofan Reykjafoss um miðjan júlí, það er núna sjóbirtingur á öllum svæðum og hafa menn verið sð fá stöku lax.
Veiðibókin er núna orðin rafræn og get menn skráð veiðina hér.

það er töluvert laust í september og október, stangardagurinn kostar 15.900kr. Laus leyfi má sjá hér

Áhugasamir geta sent póst á [email protected] eða gengið frá kaupum í gegnum vefsöluna.