Haukadalsá opnaði í gær

Þann 20. júní opnaði Haukadalsá og var talsvert af fiski kominn víða um ána. Hópurinn sem er við veiðar landaði 5 fiskum á opnunardaginn, misstu nokkra og voru í töluverðu lífi á öllum svæðum nema ásnum sem virtist vera rólegur.

Svo virðist sem fyrri stóri straumurinn í júní hafi skilað töluvert af fiski í ána en svo hafi dregið úr göngum með minnkandi straum. Lítið sé því af fiski á neðsta svæðinu nú í opnun en fiskur kominn alveg upp á efstu svæðin. Nú er stækkandi straumur sem nær hámarki um helgina og verður fróðlegt að sjá hvað gerist þá.

Þverá í Haukadal opnaði líka í gær og komu 6 laxar þar á land sem er stórkostlegt á eina stöng. Við eigum enn laus leyfi þar í sumar en þau má sjá hér: https://www.svfr.is/voruflokkur/thve/

 

Sú á sem rækilega sló í gegn á opnunardaginn voru Elliðaárnar en þar komu 25 laxar á land fyrsta daginn, 18 um morguninn og 7 á seinni vaktinni. Mikið er af fiski á svæðinu og hann er í tökustuði í þessu mikla vatni. Það verður gaman að fylgjast með á næstu dögum.

Í dag opnar síðan Langá og munum við færa ykkur fréttir af gangi máli þar í dag.