Góður opnunardagur í Hítará

Hítará opnaði í gærmorgun og fór dagurinn vel af stað. Strax fyrsta klukkutímann var búið að landa 3 löxum og endaði dagurinn í 9 löxum samkvæmt fréttaskeyti sem við fengum frá þeim sem eru að opna ána. Af þessum 9 löxum voru 6 hrygnur frá 80 – 84 cm og nú rétt í þessu heyrðum við af einum 84 cm laxi sem landað var í Steinastreng. Mikið af fiski er á svæðinu og er hann búinn að dreifa sér um ána þó mest sé af fiski á Breiðinni.

Við eigum ennþá lausar 4 stangir í stakan dag 14. – 15. júlí. Áhugasamir hafi samband við Stjána Ben með tölvupósti til [email protected]