Fyndnasta og Besta veiðimynd sumarsins 2018!

Eins og fram hefur komið verður okkar árlegi haustfagnaður föstudaginn 19. október. Dagskráin verður þétt og það sem öllu máli skiptir, hún verður skemmtileg. Við biðjum til félagsmanna sem og þeim sem eru fyrir utan félagið að senda okkur myndir af liðnu sumri af bestu veiðimyndinni og ekki síst þá fyndnustu enda er það á hreinu að það verður hlegið eftir viku! Hinsvegar eru gefin ákveðin aukastig fyrir myndir af okkur ársvæðum.

Verðlaunaafhending verður svo fyrir þessa tvo flokka á haustfagnaðinum okkar eins og áður segir 19.október og hvetjum við fólk eindregið að fylgjast með enda er dagskráin við það að klárast og hún lofar góðu!

Endilega sendið myndir af liðnu sumri af ykkar bestu og fyndnustu mynd sumarsins á veffangið [email protected]

Það eru allir velkomnir, félagsmenn eður ei – Þetta verður haustveisla!

 

Góða helgi