Góða veðrið hefur ekki farið framhjá neinum síðustu daga og það hefur komið vel út hjá veiðimönnum. Óskar Örn Arnarsson átti góðandag við bakka Leirvogsár í gær og hann sendi okkur veiðisögu.
“Það gekk dúndurvel hjá okkur. Við settum í 9 fiska og lönduðum 7. Fiskurinn var nokkuð vel dreifður. Reyndi bæði alla leið uppí Helguhyl og fyrir neðan þjóðveg en án árangurs. Besta svæðið var frá Varmadalsgrjóti niður að Neðri skauta, sáum fisk í Birgishyl og Einbúa en það gekk ekki að fá hann til að taka.”
Fiskarnir tóku allir púpur og var squirmy öflugastur eins og oft áður í vorveiðinni, Óskar tók það fram að fiskurinn sýndi straumflugum engan áhuga. Hann hefur veitt í vorveiðinni í Leirvogsá áður og segir að fiskurinn er töluvert betur haldinn í ár heldur en síðustu ár. Fiskarnir voru frá 50-65cm að lengd og voru snælduvitlausir, einn fiskurinn kom á land langt fyrir neðan tökustaðinn!
Við eigum laus leyfi í Leirvogsá í byrjun maí, vefsöluna má nálgast hér.