Aðalfundur SVFR verður haldinn fimmtudaginn 29. febrúar í Akoges salnum, Lágmúla 4 í Reykjavík. Á fundinum verður kosinn formaður til eins árs, þrír stjórnarmenn til tveggja ára og fimm fulltrúaráðsmenn til tveggja ára. Framboð skulu berast skrifstofu SVFR eigi síðar en fjórtán dögum fyrir aðalfund, með skriflegum hætti eins og tilgreint er í lögum félagsins. Mælst er til þess að frambjóðendur skrái framboð sitt á forminu hér fyrir neðan.
Stjórn hefur skipað þriggja manna kjörnefnd, sem mun annast undirbúning og framkvæmd kosninga til stjórnar og fulltrúaráðs. Kjörnefnd úrskurðar um lögmæti framboða og skal birta nöfn frambjóðenda á heimasíðu SVFR eigi síðar en 10 dögum fyrir aðalfund. Samhliða mun kjörnefndin kynna nánari reglur um kjörgögn og fyrirkomulag kosninganna
Félagsmenn 18 ára og eldri sem hafa greitt félagsgjöldin eru kjörgengnir. Kosning fer fram á aðalfundi en kjörgengir félagsmenn geta kosið formann og meðstjórnendur á skrifstofu félagsins síðustu fimm virka daga fyrir aðalfund.
Aðalfundur 2024 verður haldinn 29. febrúar nk. kl. 18.00 og því er framboðsfrestur til og með 15. febrúar. Fundurinn verður haldinn í Akoges salnum, Lágmúla 4 í Reykjavík.
Athugaðu að þú átt að fá staðfestingu á framboðinu í tölvupósti á póstfangið sem þú skráir. Ef þú færð ekki tölvupóst innan klukkustundar frá því að þú skráir framboðið hér sendu okkur tölvupóst á [email protected] þess efnis.
Framboðsfrestur rann út 15.02.2024