Á árlegum aðalfundi SVFR er kosið um innsendar lagabreytingartillögur. Þeim skal skila eigi síðar en fjórtán dögum fyrir aðalfund og eru þær birtar á svfr.is með dagskrá fundarins eigi síðar en 10 dögum fyrir fundinn.
Félagsmenn sem greitt hafa árgjaldið fyrir 2022 geta skilað inn tillögum.
Aðalfundur 2022 verður haldinn 28. febrúar nk.* og því er skilafrestur á lagabreytingartillögum til og með 14. febrúar.
*með fyrirvara um sóttvarnarreglur
Athugaðu að þú átt að fá staðfestingu á tillögunni í tölvupósti á póstfangið sem þú skráir. Ef þú færð ekki tölvupóst innan klukkustundar frá því að þú skráir framboðið hér sendu okkur tölvupóst á [email protected] þess efnis.
Frestur til að skrá lagabreytingatillögu rann út 14.02.2022