Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að ungliðastarf SVFR hefst núna í byrjun sumars.
Tilgangur ungliðastarfsins er að sameina unga stangveiðimenn, tryggja að þeir fái sem mest út úr veiðinni og félagsskapnum. Stefnt er að reglulegum viðburðum sem tengjast veiði og verða þeir með ýmsu sniði. Við óskum eftir öflugum einstaklingum af öllum stærðum og gerðum til að leiða ungliðastarfið. Ætlunin er að velja 3-5 einstaklinga sem fá það hlutverk að skipuleggja og halda utan um starfið.
Hvetjum alla áhugasama félagsmenn og aðra 25 ára og yngri að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með föstudagsins 23. apríl.
Fyrirspurnir má senda á [email protected]
By SVFR ritstjórn
Félagsstarf Fréttir