Það er hálf furðulegt að segja þetta en tímabilið er búið, þetta var vægast sagt blautt og kalt sumar en veiðin var á flestum stöðum betri en í fyrra.
Í gær var síðasti veiðidagurinn í Varmá og Þorleifslæk og var veiðin mjög góð í haust, Jón Stefán Hannesson fór í gær og setti í nokkra og landaði þar á meðal þessum bolta sem sem sést hér að ofan. Fiskurinn mældist 75cm og hann tök púpu #16 veidda andstreymis en sú veiðiaðferð hefur verið gríðarlega sterk í Varmá síðustu ár og hefur það oft verið lykilinn að stóru fiskunum.
Við viljum endilega minna þá veiðimenn sem hafa ekki skráð í veiðibók að gera það, smellið hér til að skrá í veiðibókina.
Takk fyrir tímabilið kæru félagar og gleðilegan föstudag!