Það er félaginu mikilvægt að félagsmenn átti sig á hvernig úthlutun gengur fyrir sig og þá leggjum við mikla áherslu á að ferlið sé gagnsætt og að um það ríki traust. Hér að neðan er fjallað um þætti úthlutunar sem ætlað er að skerpa á skilningi félagsmanna.

Áður en úthlutun hefst skilgreinir stjórn nánar hvaða ársvæði og hvaða tímabili falla undir endurbókun, forúthlutun og úthlutun eingöngu til félagsmanna. Þá ákveður stjórn ennfremur þá fresti sem gilda um forúthlutun og úthlutun til félagsmanna.

 

Úthlutun skiptist í eftirfarandi þætti:

Endurbókanir

Þegar veiðitímabili lýkur geta félagsmenn og aðrir viðskiptavinir endurbókað stangir sínar að ári sem ekki falla undir félagsúthlutun eingöngu.  Aðilar sem endurbóka geta hætt við innan 14 daga eftir að þeir fá reikning fyrir endurbókuninni.

Tímabil? Stendur jafnan yfir í október-byrjun nóv.

Hvernig? Hægt er að endurbóka með því að fara inn á https://svfr.is/endurbokun/

 

Forúthlutun

Forúthlutun nefnum við það tímabil sem við seljum félagsmönnum og öðrum viðskiptavinum holl/stangir sem eru ekki endurbókuð. Þegar úthlutun hefst geta félagsmenn og aðrir viðskiptamenn sem vilja komast á biðlista sett fram óskir sínar á svfr.is/enduruthlutun. Félagsmenn ganga fyrir í forúthlutun og gildir að “fyrstur kemur, fyrstur fær.”

Tímabil? Stendur jafnan yfir í nóvember.

Hvernig? Skráning er á https://svfr.is/endurbokun/

 

Úthlutun til félagsmanna

Félagið heldur til haga ákveðnum ársvæðum og tímabilum sem alfarið eru í úthlutun til  félagsmanna

Tímabil: Stendur jafnan yfir í desember.

 

Vefsala

Eftir endurbókanir, forúthlutun og úthlutun til félagsmanna eru laus leyfi sett í vefsölu sem hægt er að skoða á slóðinni svfr.is/vefsala. Vefsalan er opin öllum en félagsmenn fá 20% afslátt í vefsölunni.

Tímabil? Vefsalan fer jafnan í gang í janúar en nákvæm dagsetning veltur á því hvenær búið er að vinna úr úthlutun til félagsmanna.

 

 

Fyrir úthlutun 2023 hefur stjórn samþykkt eftirfarandi:

 • Endurbókanir: hefjast 01.09 og líkur 30.09
 • Forúthlutun: hefst 01.10 og líkur 14.10
 • Útlutun til félagsmanna: hefst 07.12 og líkur 15.12

Endurbókanir

 • Flekkudalsá
 • Haukadalsá, tímabilið 30.06 – 01.09
 • Langá
 • Laugardalsá
 • Laxá í Laxárdal
 • Laxá í Mývatnssveit
 • Langá – efstasvæðið
 • Miðá
 • Sandá

Forúthlutun

 • Flekkudalsá
 • Haukadalsá, tímabilið 30.06 – 01.09
 • Laugardalsá
 • Langá
 • Laxá í Laxárdal
 • Laxá í Mývatnssveit
 • Sandá

Úthlutun til félagsmanna

 • Elliðaár, silungur og lax
 • Flókadalsá efri
 • Gljúfurá
 • Gufudalsá
 • Haukadalsá, frá opnun til 30.06 og frá 01.09 og til lokunar
 • Korpa / Úlfarsá
 • Leirvogsá
 • Varmá / Þorleifslækur*
 • Þverá í Haukadal
 • ásamt þeim stöngum sem eru óbókaðar eftir forúthlutun
 • *Varmá, óvíst er hvenær og hvort Varmá opni á næsta ári og hvernig veiðum verði háttað.