Á föstudaginn kemur, 31. desember, rennur út umsóknarfrestur vegna úthlutunar 2022. Það er því um að gera að vera ekki á síðustu stundu að sækja um ef það koma upp einhver vandræði með umsóknina. Við leggjum því til að þú nýtir þér kvöldið í kvöld til að skoða söluskrána, senda inn umsóknir fyrir þín uppáhalds svæði og klára samhliða síðustu smákökurnar. Það er ekki gott að vera með of fullan maga þegar sprengingarnar byrja á gamlárs.
Nokkrir umsækjendur hafa lent í vandræðum með vafrakökur sem lýsir sér þannig að þegar búið er að velja ársvæði "dansa" reitirnir stangir, dagar og dagurinn/dagsparturinn - verð. Þegar dansinum lýkur velur þú veiðitímabil og þá fyllast út reitirnir "stangir, dagar og dagurinn/dagsparturinn - verð". Þetta eru reitir sem þú fyllir ekki út.
Dansinn getur tekið smá tíma þegar margir eru að sækja um í einu. Taki dansinn óhóflegan tíma er vandamálið leyst með að halda samtímis inni tökkunum ctrl + f5 (á Mac cmd + shift + R). Hafðu í huga að þá þarf að fylla formið út að nýju.
Ef af einhverjum ástæðum þú getur alls ekki fyllt út og skráð umsóknarformið sendu okkur tölvupóst með umsóknarupplýsingum: kt. þína og veiðifélaga sé um hópumsókn að ræða, leyfi notað, ársvæði og veiðitímabil sem þú sækir um á [email protected] og við skráum umsóknina.
Hér eru nokkur atriði sem okkur langar að benda á og gott er að hafa í huga í umsóknarferlinu:
Söluskrá
- Hún sýnir ekki alltaf undir ársvæðum öll þau holl sem eru í boði. Söluskránni er frekar ætlað að kynna verðin m.a. Hollin sem eru í boði koma fram á umsóknarforminu þegar búið er að velja ársvæði.
- Verð í söluskránni eru félagaverð.
- Nú er settur fram fyrirvari um kvótann. SVFR áskilur sér rétt til að breyta honum ef aðstæður í ánum breytast með þeim hætti að nauðsynlegt sé að takmarka kvótann frekar.
- Þegar umsóknarfresti lýkur þá hækkar verðskráin um 5%.
Umsóknarformið
- Þegar búið er að velja ársvæði "dansa" reitirnir stangir, dagar og dagurinn/dagsparturinn - verð. Þegar dansinum lýkur velurðu veðitímabil og þá fyllast út reitirnir stangir, dagar og dagurinn/dagsparturinn - verð. Dansinn getur tekið smá tíma þegar margir eru að sækja um í einu. Þetta eru reitir sem þú fyllir ekki út.
- Fyrir Elliðaárnar þá birtast núna dagarnir en ekki vikurnar eins og áður hefur tíðkast.
- Þegar eitthvað er ekki eins og það á að vera á forminu er gott að prófa að halda samtímis inni tökkunum ctrl + f5 (á Mac cmd + shift + R). Hafðu í huga að þá þarf að fylla formið út að nýju.
Mikilvægar upplýsingar
- Ekki er þörf á að skrá sig inn til að sækja um.
- Ekki þarf A, B eða C leyfi fyrir umsóknir í Elliðaárnar, Langá og Miðá.
- Greiða þarf þrifagjald í Andakílsá, Flekkudalsá, Gljúfurá, Haukadalsá, Laugardalsá, Miðá og Sandá. Nánari upplýsingar um verð og fyrirkomulag má nálgast á svfr.is.
- Reikningar verða gefnir út í byrjun janúar og er eindagi reikninga 15 dögum eftir útgáfu. Sé óskað eftir greiðlsuksiptingu þarf það að koma fram í athugasemd á umsókninni.
- Staðfestingapóstur á að berast fyrir öllum skráðum umsóknum! Pósturinn á einnig að berast á alla veiðifélaga í hópumsókn svo fremi sem tölvupóstföngin séu skráð í umsóknina.
- Ruslpóstur/SPAM – athugið að það kemur fyrir að staðfestingar á umsóknum fari í ruslpósts möppuna.
Dagar til vara
Athugið vel að þegar sótt er um daga til vara, þá skal það aðeins gert ef dagar til vara eru jafn góðir þeim dögum sem sótt er um fyrir umsækjanda. Við úthlutun er reynt að raða umsóknum niður og til að lágmarka útdrætti og auka möguleika umsækjanda er góður kostur að merkja við daga til vara. Dagar til vara eru skráðir í athugasemdardálkinn á umsóknarforminu.
Hópumsókn
Það er nægjanlegt að senda inn eina hópumsókn en þá þarf að skrá einn félagsmann á stöng. Allir umsækjendur þurfa að vera félagar í SVFR og búnir að greiða félagsgjaldið fyrir 2022. Öflugustu umsóknirnar ganga fyrir varðandi úthlutun. Vægi umsókna margfaldast ekki þó umsækjendur í hópumsókn séu fleiri en stangafjöldi, þ.e.a.s. umsókn með sex A-umsækjendum um þrjár stangir er ekki sterkari en umsókn með þrem A-umsækjendum.
Gjafabréf SVFR - fullkomin áramótagjöf
Aldrei hefur verið jafn þægilegt að versla gjafabréf á svfr.is, þú einfaldlega skráir netfang viðtakanda ásamt þeirri dagsetningu sem þú vilt að gjafabréfið afhendist á. Með gjafabréfinu fylgir svo kóði sem hægt er að nota í vefsölunni.
Hægt er að nýta gjafabréfin í veiðileyfi og námskeið á vegum SVFR.
Gleðilegt veiðiár 2022!