Úthlutun 2022 – hafðu í huga

Á þessum tæpa degi sem hefur verið opið fyrir umsóknir hafa borist töluverður fjöldi umsókna sem sýnir mikinn áhuga félagsmanna. Hér eru nokkur atriði sem okkur langar að benda á og gott er að hafa í huga:

Söluskrá

  • Hún sýnir ekki alltaf undir ársvæðum öll þau holl sem eru í boði. Söluskránni er frekar ætlað að kynna verðin m.a. Hollin sem eru í boði koma fram á umsóknarforminu þegar búið er að velja ársvæði.
  • Verð í söluskránni eru félagaverð.
  • Nú er settur fram fyrirvari um kvótann. SVFR áskilur sér rétt til að breyta honum ef aðstæður í ánum breytast með þeim hætti að nauðsynlegt sé að takmarka kvótann frekar.

Umsóknarformið

  • Þegar búið er að velja ársvæði "dansa" reitirnir stangir, dagar og dagurinn/dagsparturinn - verð, þá er formið að sækja ákveðin gögn. Þegar dansinum lýkur velurðu veðitímabil og þá fyllast út reitirnir stangir, dagar og dagurinn/dagsparturinn - verð. Þetta eru reitir sem þú fyllir ekki út.
  • Fyrir Elliðaárnar þá birtast núna dagarnir en ekki vikurnar eins og áður hefur tíðkast.
  • Þegar eitthvað er ekki eins og það á að vera á forminu er gott að prófa að halda samtímis inni tökkunum ctrl + f5 (á Mac cmd + shift + R). Hafðu í huga að þá þarf að fylla formið út að nýju.

Ef það koma upp vandamál við skráningu umsóknar sendu okkur tölvupóst þess efnis á [email protected] og við munum aðstoða þig við að klára umsóknina.

 

By SVFR ritstjórn Fréttir