Uppskeruhátíð SVFR verður haldin föstudaginn 13. október í Rafveituheimilinu Rafstöðvarvegi.
Farið verður yfir veiðitímabilið og ætlum við að eiga skemmtilega kvöldstund saman, fjörið byrjar kl 18:00 og stendur fram eftir kvöldi.
Dóri DNA verður með uppistand, Búllubíllinn á planinu með úrvals hamborgara , tilboð á barnum og Happahylurinn verður á sínum stað.
Skemmtilegasta veiðimyndin 2023 myndakeppni, við hvetjum félagsmenn að merkja myndir á Instagram með myllumerkinu #SVFRveidimyndin2023 Vegleg verðlaun í boði.
Miðaverð 2000 kr. fyrir félagsmenn og aðra gesti. ATH Búlluborgari, franskar og bjór/gos innifalið!
Takið daginn frá, hér er linkur inn á miðasöluna: Uppskeruhátíð SVFR 13. október! – SVFR .
Sjáumst hress á föstudaginn 13.okt!