Síðasta veiðiferðin? Lokahollið 21-23.september á tilboði í Langá

September veiðar í Langá hafa gengið vel líkt og undanfarin ár. Við ætlum að setja lokahollið á tilboð en mikið hefur rignt síðustu daga og er veðurspáin hagstæð fyrir veiðimenn þótt kalt verði á þessum dögum. Það getur hjálpað til við að hrifsa upp hænganna sem eru orðnir æstir á þessum tíma árs.

Hollið sem um ræðir er 21.-23. september og mun stöngin kosta fyrir félagsmenn 36.000 kr en 45.000 kr fyrir aðra. Fæðið er borgað á staðnum en það er 18.900 kr nóttin en 3.000 kr. aukagjald bætist við ef einstaklingur er einn í herbergi.

Það er um að gera að klára laxveiðitímabilið með stæl við eina fallegustu á landsins. Þess má geta að áin er komin yfir 1000 laxa

Þar sem skrifstofan er lokuð um helgina að þá er hægt að næla sér í stöng hér á vefsölunni.

Góða helgi