Stangaveiðifélag Reykjavíkur auglýsir eftir fjórum félagsmönnum í árnefnd Leirvogsár.
Annars vegar er um að ræða formann árnefndar sem og 3 öðrum nefndarmönnum til að fullskipa árnefndina.
Árnefndir SVFR eru gífurlega mikilvægur hlekkur í félagastarfi okkar og sinna þróttmiklu og óeigingjörnu starfi á öllum ársvæðum sem SVFR hefur innan sinna vébanda. Árnefndir félagsins eru einskonar umsjónaraðilar hvers ársvæðis fyrir sig og sinna ýmsum verkefnum á ársvæðunum eins og merkingu á ám fyrir veiðitíma og sjá til þess að veiðihús svæðanna séu tilbúin fyrir komu veiðimanna. Formaður árnefndar er tengiliður stjórnar félagsins við hvert svæði og er í samskiptum við stjórn SVFR sem og formann þess veiðifélags sem viðkomandi sinnir.
Sendu umsókn á [email protected] og segðu okkur aðeins frá þér, hvaða kostum þú ert gædd(ur) en ekkert of formlegt. Við vonumst til að sem flestir sæki um og upp úr miðjum janúar látum við vita hverjir eru svo heppnir að komast að í þetta skipti.
Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2020.