Leirvogsá er komin aftur til Stangaveiðifélags Reykjavíkur en gengið var frá undirritun samnings þess efnis nú á dögunum. Það má með sanni segja að þetta eru gleðifréttir fyrir félagsmenn og velunnara árinnar. Verið er að skoða veiðifyrirkomulag fyrir næsta sumar og verður það auglýst nánar síðar. Meðalveiði árinnar eru 432 laxar síðustu 10 ára og t.a.m fór hún í 1173 laxa árið 2008.
Við erum glöð að hafa bætt enn einni perlunni til boða til félagsmanna