Frá 42 þús.

Laxá í Laxárdal

Veiðisvæðið er í um klukkustunda akstri frá Akureyri og um 20 mínútna akstri frá Húsavík. Þeir sem heimsækja veiðisvæðið í Laxárdalnum geta átt von á að veiða stærri urriða en víðast hvar annars staðar. Rúmlega 70% veiðinnar undanfarin ár hefur verið fiskur sem er lengri en 50 cm og heil 20% aflans í Laxárdal er meira en 60 cm langur urriði. Veiðimenn eru vel utan alfaraleiðar og eru því út af fyrir sig í mögnuðu umhverfi Laxárdalsins. Óhætt er að fullyrða að veiðisvæðið í Laxárdalnum er einstakt í sinni röð; umhverfið, vatnið og veiðin skapa órofa heild sem lætur engan ósnortinn. Hér finna menn sig vel hvort sem notaðar eru púpur, straumflugur eða þurrflugur.

Norðurland, Mývatnssveit
31.05 - 12.08
Stangir: 12
Agn: fluga
Kvóti: öllum fiski sleppt
20 manns í þjónustu
Bóka núna!

Gisting

24 manns í fullri þjónustu.

Tímabil

Frá 31. maí til 12. ágúst.

Veiðin

Urriði, 12 stangir, eingöngu fluga með flugustöng. Enginn kvóti, öllum fiski sleppt.

Hentar

Byrjendum sem lengra komnum.

Leiðarlýsingin að veiðihúsinu endar á Staðarbraut við gatnamótin að Laxárdalsvegi, malarvegi sem liggur að veiðihúsinu. Keyrt er tæpa 6 km eftir malarveginum þar til komið er að gatnamótum og beygt til vinstri á stuttan vegarkafla sem liggur að brú yfir ána. Eftir brúna eru keyrðir um 400 metrar og sést þá veiðihúsið Rauðhólar á vinstri hönd. Google er ekki með Laxárdalsveg, malarveginn skráðann.

Laxá í Laxárdal
Veiðihús

Rauðhólar

+354 464 3211

Starfsfólk veiðihússins veitir upplýsingar um óskilamuni og eftir atvikum um veiðina. Frekari upplýsingar um veiðifyrirkomulag en finnast hér eru veittar á skrifstofu SVFR í síma 568 6050.

Veiðisvæðið - veiðin

Í Laxárdal eru stærri fiskar en víða annars staðar á Íslandi og sé svæðið borið saman við Mývatnssveit þá veiðast færri en stærri fiskar í Laxárdal. Aðgengi er gott í Laxárdal og þar er hægt að keyra að flestum veiðistöðum og frekar einfalt er að vaða á flestum stöðum. Veiði á urriða árið 2022 var 13% meiri en árið 2021 og hefur veiði vaxið um 37% frá árinu 2020. Veiðin árið 2022 var 870 fiskar, meðalstærð var 58,5cm en 85% fiska var stærri en 50cm og 62% stærri en 60cm, 26 fiskar sem voru 70cm eða yfir veiddust árið 2022, sá stærsti 75 cm.

Veiðisvæðið nær yfir meirihluta Laxárdals eða frá veiðimörkum neðst á veiðisvæði Laxár í Mývatnssveit, frá og með Ljótsstaðabakka og niður undir Laxárvirkjun.

Veiðihús

Rauðhólar

Eftir miklar endurbætur síðustu ár eru húsið allt hið glæsilegasta að innan sem utan.

Í svefnálmunni eru tíu tveggja manna herbergi, þar af eitt ætlað fötluðum, öll með sturtu og salerni. Stofan, sem í senn er setu- og borðstofa, er afar rúmgóð og björt og þar geta veiðmenn látið fara vel um sig þegar stund er milli stríða.

Aðstaða fyrir vöðlur, skó og tilheyrandi er til fyrirmyndar. Full þjónusta er í húsinu allan veiðitímann.

full þjónusta
wi-fi
vöðlugeymsla
gott aðgengi

á staðnum / til athugunar

Gisting fyrir 24 manns í fullri þjónustu.

12 tveggja manna herbergi með sturtu- og salernisaðstöðu

Gott aðgengi og eitt svefnherbergi ætlað fötluðum

Sjónvarp

Vöðlugeymsla

Fólksbílafært er að veiðihúsinu

Háhraða þráðlaus nettenging

Gagnlegar upplýsingar


Laxá í Laxárdal
Veiði hefst:31. maí
Veiði lýkur:12. ágúst
Fjöldi stanga:12 stangir
Veiðifyrirkomulag:1-3 daga holl;
Frá hádegi til hádegis
Veiðitími31.05-12.08
Morgunvakt:08:00-14:00
Eftirmiðdagsvakt:16:00-22:00
Mæting, staður:Veiðihús
Mæting, tími:Klukkustund fyrir vakt
Vinsælar flugur:Pheasant Tail, Tailor, Mobuto, Héraeyra, Galdaralöpp, Black Gnat, Klinkhammer, Black Ghost, Hólmfríður, Rektor, Nobblerar og Woolly Bugger

Leiðsögn


Leiðsögumenn SVFR eru veiðimenn með mikla og langa veiðireynslu og eru valdir af kostgæfni. Með leiðsögn verður veiðin markvissari, tíminn nýtist betur, og oftar en ekki ánægjulegri. Leiðsögumenn okkar upplýsa veiðimenn um bestu veiðistaðina í ánni, búnaðinn og veiðitækni.

  Markvissari veiði

  Fagleg ráðgjöf

Veiðireglur


Almennar

Vinsamlegast kynnið ykkur veiðireglurnar og virðið þær. Brot á veiðireglum varða fyrirvaralausum brottrekstri úr ánni, upptöku afla og veiðafæra ásamt öðrum viðurlögum eftir því sem við á.

Gangið vel um veiðisvæðið, valdið ekki jarðraski og hirðið allt rusl. Sýnið náttúrunni virðingu og keyrið ekki utanvega. Allan afla ber að skrá í veiðibók.

Sjá einnig almennar veiðireglur SVFR

Sértækar

Veitt er á 12 stangir allt tímabilið og rúmar svæðið þær afar vel. Laxárdalurinn er án efa eitt magnaðasta veiðisvæði landsins og þar er ein hæsta meðalstærð urriða á Íslandi. Mikilvægt er að græja sig vel fyrir veiðina og mæta með nóg af flugum, taumum og stöngum - maður veit aldrei hvað gerist í Laxárdal og er gott að vera tilbúinn í hvað sem er.

UrriðiTímabil: 31.05- 12.08
Leyfilegt agn: Fluga
Eingöngu leyfilegt að veiða með flugustöng.
Enginn kvóti
Öllum fiski sleppt.