Frá 42 þús.
Laxá í Laxárdal
Veiðisvæðið er í um klukkustunda akstri frá Akureyri og um 20 mínútna akstri frá Húsavík. Þeir sem heimsækja veiðisvæðið í Laxárdalnum geta átt von á að veiða stærri urriða en víðast hvar annars staðar. Rúmlega 70% veiðinnar undanfarin ár hefur verið fiskur sem er lengri en 50 cm og heil 20% aflans í Laxárdal er meira en 60 cm langur urriði. Veiðimenn eru vel utan alfaraleiðar og eru því út af fyrir sig í mögnuðu umhverfi Laxárdalsins. Óhætt er að fullyrða að veiðisvæðið í Laxárdalnum er einstakt í sinni röð; umhverfið, vatnið og veiðin skapa órofa heild sem lætur engan ósnortinn. Hér finna menn sig vel hvort sem notaðar eru púpur, straumflugur eða þurrflugur.
Norðurland, Mývatnssveit
31.05 - 12.08
Stangir: 12
Agn: fluga
Kvóti: öllum fiski sleppt
20 manns í þjónustu