Fyrsta opna hús vetrarins 17. nóv!

Þá er komið að fyrsta opna húsi vetrarins!

Opið hús 17. nóvember kl. 20.00 í Ölveri, Glæsibæ.
Gerum upp síðasta tímabil og hefjum undirbúning fyrir það næsta.
Á dagskrá kvöldsins er meðal annars:
  • Ávarp formanns
  • Kynning á vetrarstarfinu
  • Myndaverðlaun*
  • Hjörtur frá Stoðtækjum kynnir það nýjasta frá Patagonia og stútfullur happahylur er á sínum stað.
Skráning fer fram hér fyrir neðan.  Með skráningunni færðu miða í happahylinn og drykk á barnum ef þú mætir.
Hið margrómaða boltatilboð Ölvers á hamborgara eða kjúklingaborgara með frönskum og sósu verður í boði fyrir þá sem vilja.
*Valið verður úr myndum á Instagram sem voru merktar með myllumerkjum Svfr.

Skráning fyrir opið hús

Skráningarsíða fyrir opið hús

Nafn(verður að svara)
Staða(verður að svara)
By SVFR ritstjórn Fréttir