Laxá á sérstakan stað í hjarta margra veiðimanna og er það fastur liður fyrir marga að fara norður í paradísina, sumir segja að þetta sé besta urriða veiðisvæði í heiminum. SVFR skrifaði nýlega undir nýjan samning við veiðifélagið sem ber að fagna.
Með nýjum samning koma nokkrar breytingar en veitt verður á 12 stangir í Laxárdal (voru 10 áður) en óbreyttur stangarfjöldi verður í Mývatnssveit. Á sama tíma verður veiðitímabilið í Laxárdal stytt og verður aðeins veitt til 15. ágúst. Veiðitímabilið verður óbreytt í Mývatnssveit.
Á síðustu árum er búið að byggja 12 fullbúin herbergi í Laxárdal með baðherbergi og sturtu inn á hverju herbergi. Það er einnig sérstaklega ánægjulegt að segja frá því að hugmyndavinna er farin af stað á vegum veiðifélagsins um stórfelldar breytingar á veiðihúsinu Hofi í Mývatnssveit.
Hér eru verðin fyrir sumarið 2023
Mývatnssveit
29. maí – 14. júlí 59.000kr (Félagsverð) / 73.750kr (Fullt verð).
14. júlí – 25. ágúst 55.000kr (Félagsverð) / 68.750kr (fullt verð).
Laxárdalur
31. maí – 16. júní 42.000kr (Félagsverð) / 52.500kr (Fullt verð)
16. júní – 1. ágúst 44.000kr (Félagsverð) / 55.000kr (fullt verð)
1. ágúst – 15. ágúst 39.000kr (Félagsverð) / 48.750kr (fullt verð)
Ekki er búið að staðfesta hvert húsgjaldið verður í veiðihúsunum fyrir norðan en það verður kynnt á upplýsingasíðunum fyrir veiðisvæðið þegar þau liggja fyrir. Gert er ráð fyrir hækkunum þar enda verð verið óbreytt í nokkur ár og verðlag hækkað.
Endurbókanir eru að klárast og hvetjum við alla til að hafa samband ef þeir eiga eftir að staðfesta dagana sína, þetta gildir einnig um hin svæðin sem standa til boða að endurbóka. Hafið samband í síma 5686050 eða [email protected]
Hér er annars hlekkur til að endurbóka: https://svfr.is/endurbokun/
Einnig er farið að styttast í félagaúthlutun en við munum kynna hana betur þegar nær dregur.
Hér má einnig kynna sér nánar úthlutanir SVFR
Með veiðikveðju!
Skrifstofa SVFR