Forúthlutun veiðileyfa fyrir 2024

Forúthlutun formlega hafin
Nú er úrvinnslu endurbókana að ljúka, þ.e.a.s. þeir sem áttu leyfi í sumar á svæðum og tímabilum sem er hægt að endurbóka hafi staðfest endurbókun sína.  Þá losnar alltaf eitthvað af stöngum og hollum hér og þar. Þá hefst í raun svokölluð forúthlutun þar sem við seljum stangir eða holl sem hafa losnað í endurbókunarferlinu.
Þetta á við um t.d.:
Langá (einhver holl laus)
Haukadalsá (einhver holl laus)
Laugardalsá (einhver holl laus)
Mývatnssveit (eitthvað laust í júlí og ágúst)
Laxárdalur (eitthvað laust í júní og ágúst)
Félagsúthlutun fer svo fram í byrjun desember en eftirfarandi svæði eru eingöngu boðin til félagsmanna í félagaúthlutun:
Elliðaár
Flókadalsá efri
Gljúfurá
Gufudalsá
Haukadalsá (júní, september)
Korpa
Leirvogsá
Þverá í Haukadal
Auk þess að stangir sem losna í endurbókun fyrir neðangreind svæði fara ekki í forúthlutun heldur beint í félagsúthlutun:
Flekkudalsá
Miðá í Dölum
Langá efsta svæðið
Einnig munu félagar geta sótt um lausar stangir sem ekki seljast í endurbókun eða forúthlutun á eftirfarandi svæðum:
Haukadalsá (júlí og ágúst – laus holl)
Langá lausar stangir og holl
Laugardalsá laus holl
Laxá í Mývatnssveit
Laxá í Laxárdal
Hér má sjá almennar upplýsingar um fyrirkomulag endurbókunar og forsölu: Úthlutun – almennar upplýsingar – SVFR
By Hjörleifur Steinarsson Fréttir