Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Brúará hefur bæst við í veiðileyfaflóru SVFR! Svæðið sem um er að ræða er fyrir landi Sels sem hefur vakið góða athygli síðustu ár fyrir góða silungsveiði. Um er að ræða rúmlega 5km langt svæði á vesturbakka Brúarár sem er veitt á 4 stangir, áður voru seldar 8 stangir á svæðinu en var þeim fækkað í 4 til að bæta upplifun veiðimanna. Verð á veiðileyfum eru frá kr. 5000 og fellur það í flokk ódýrustu veiðileyfa í straumvatni á Íslandi miðað við gæði.
Brúará er afar þekkt meðal silungsveiðimanna en hún er ein af bestu bleikjuveiðiám landsins, einnig er talsvert af urriða á svæðinu og þegar líður á tímabilið eru góðar líkur á að veiðimenn hitti á lax.
Tímabilið hefst 1. apríl og stendur til 24. september og er leyfilegt að veiða á flugu, maðk og spún. Svæðið hentar félagsmönnum vel þar sem það er ódýrt og býður upp á flotta veiði þar sem flest agn er leyfilegt. Veiðileyfi í Brúará fara í félagaúthlutun sem verður kynnt þegar nær dregur.
Smellið hér til að kynna ykkur Brúará í landi Sels!