Fékkstu ekki úthlutað í Andakílsá?

Viðbótar holl eru nú í boði fyrir félagsmenn sem sóttu um í Andakílsá í félagaúthlutun fyrr í vetur en fengu ekki. Hollin eru frá 16.-28. september, sex tveggja daga holl þar sem veitt er á tvær stangir. Þetta eru gleðitíðindi þar sem áin er uppseld og komust færri að en vildu. Enginn vafi er á því að mikill spenningur er fyrir þessum dögum og hægt er að sækja um þá hér að neðan.

Vanti þig frekari upplýsingar þá endilega sendu okkur skilaboð með því að smella á bláu "bóluna" hér í hægra, neðra horni skjásins.

Athugið!

Eingöngu félagsmenn sem sóttu um Andakílsá í félagaúthlutuninni en fengu ekki geta sótt um þessi holl. Stangirnar eru tvær og þeim er úthlutað saman.

Degi eftir að umsóknarfresti líkur drögum við út þá heppnu sem fá tölvupóst þess efnis í kjölfarið.

Umsóknarfrestur er til og með sunnudagsins 25. apríl nk.

Umsókn um viðbótar holl í Andakílsá

Lokað er fyrir umsóknir

By SVFR ritstjórn Fréttir