Frá 69 þús

Andakílsá

Andakílsá hentar fluguveiðimönnum einstaklega vel. Andakílsá fellur úr Skorradalsvatni um Andakílsárfoss en neðan hans er laxveiðisvæðið u.þ.b. 5 kílómetra langt og nær niður að brú á Þjóðveginum ofan bæjarins Ausu. Andakílsá er sérlega hentug fyrir fjölskylduna því aðgengi að veiðistöðum er mjög gott.

Vesturland, Borgarfjörður
Veiðitímabil: 20.06 - 30.09
Stangir: 2 - seldar saman
Agn: Fluga
Kvóti: 1 á vakt
7 manns í sjálfsmennsku
Bóka núna

Gisting

7 manns í sjálfsmennsku.

Tímabil

Frá 20. júní til 30. september.

Veiðin

Lax, 2 stangir, eingöngu fluga með flugustöng. Kvóti er einn lax á vakt.

Hentar

Byrjendum sem lengra komnum.

Umsjón og veiðivarsla

Andakílsá

+354 568 6050

Veiðisvæðið - veiðin

Laxveiðisvæði árinnar er 5 km langt og nær frá Andakílsárfossum að ofan og niður að brú á þjóðveginum ofan bæjarins Ausu. Í ánni eru 15 merktir veiðistaðir.

Andakílsá lætur ekki mikið yfir sér en hún er oftar en ekki full af fiski. Sumarið 2020 veiddust rúmlega 600 laxar á eina stöng frá 15. júní til 15. september sem er frábær veiði! Meðalveiði á dagsstöng hefur oftar en ekki verið með þeim betri á landsvísu í Andakílsá.

Kvóti er á veiðinni upp á tvo laxa á stöng á dag. Eftir að kvóta er náð er skylda að sleppa öllum afla.

Veiðihús

Sleif

Veiðihúsið Sleif er notalegt hús í hlaðvarpanum með svefnpláss fyrir sjö manns í tveimur herbergjum. Í öðru herberginu eru tvær kojur en í hinu tvíbreitt rúm og yfir því ein koja. Á baðherbergi er sturta. Eldhúsið er án bakaraofns en annars er allur helsti borðbúnaður til staðar. Að auki er gasgrill við húsið.

Veiðimenn mega koma í húsið einni klukkustund fyrir fyrstu vakt og skulu vera búnir að rýma það innan klukkustundar eftir að síðustu vakt lýkur. Þrifagjald að upphæð 30.000 kr. er í húsinu. Innifalið í því eru almenn þrif og uppábúin rúm, tvö per stöng. Greitt er fyrir þrif á brottfarardegi, annaðhvort með að skilja eftir greiðslu í húsi eða millifærslu.

Húsið er opið og skulu veiðimenn skilja það eftir opið við brottför. Lyklar hanga inni í húsi óski veiðimenn þess að læsa á meðan þeir eru við veiðar. Fólksbílafært er að húsinu og að flestum stöðum við ána.

sjálfsmennska
gasgrill
aðgerðarborð

á staðnum / til athugunar

Svefnpláss fyrir sjö manns.

Sturta á baðherbergi.

Allur helsti eldhús- og borðbúnaður að undanskildnum ofni.

Sjónvarp.

Gasgrill

Gæludýr ekki leyfð.

Fólksbílafært er að veiðihúsinu og flestum stöðum við ána.

Veiðimenn ganga frá öllu rusli og taka með sér við brottför.

Þrifagjald 30.000 kr. Innifalið eru almenn þrif og fjögur uppábúin rúm. Fyrir hvern umfram einstakling greiðast 3.500 kr.

Gagnlegar upplýsingar


Andakílsá lax 
Veiði hefst:20. júní
Veiði lýkur:30. september
Fjöldi stanga:2 - seldar saman
Veiðifyrirkomulag:Eins til tveggja daga holl. Dags holl frá morgni til kvölds, Tveggja daga holl frá hádegi til hádegis
Veiðitími I20.06 - 13.08
Morgunvakt:07:00-13:00
Eftirmiðdagsvakt:16:00-22:00
Veiðitími II14.08 - 30.09
Morgunvakt:07:00-13:00
Eftirmiðdagsvakt:15:00-21:00
Mæting, staður:Veiðihús
Mæting, tími:Klukkustund fyrir vakt
Vinsælar flugur:Frances, Green Highlander, Sunray Shadow, Collie Dog

Leiðsögn


Leiðsögumenn SVFR eru veiðimenn með mikla og langa veiðireynslu og eru valdir af kostgæfni. Með leiðsögn verður veiðin markvissari, tíminn nýtist betur, og oftar en ekki ánægjulegri. Leiðsögumenn okkar upplýsa veiðimenn um bestu veiðistaðina í ánni, búnaðinn og veiðitækni.

  Markvissari veiði

  Fagleg ráðgjöf

Veiðireglur


Almennar

Vinsamlegast kynnið ykkur veiðireglurnar og virðið þær. Brot á veiðireglum varða fyrirvaralausum brottrekstri úr ánni, upptöku afla og veiðafæra ásamt öðrum viðurlögum eftir því sem við á.

Gangið vel um veiðisvæðið, valdið ekki jarðraski og hirðið allt rusl. Sýnið náttúrunni virðingu og keyrið ekki utanvega. Allan afla ber að skrá í veiðibók.

Sjá einnig almennar veiðireglur SVFR

Sértækar

Veiði er eingöngu leyfð á laxveiðisvæði  sem afmarkast af Andakílsárfossi fyrir ofan stöðvarhús Andakílsárvirkjunar og að brú sem liggur yfir Andakílsá á Borgarfjarðarbraut (þjóðvegur 50).

Veitt er á tvær stangir allt tímabilið. Þar sem stangirnar tvær eru seldar saman skipta veiðimenn sjálfir með sér veiðisvæðinu.

Hreistursýni

Það er eindregin ósk landeigenda að tekið sé hreistursýni af öllum veiddum fiski. Sýnin eru sett í þar til gerða poka sem eru í veiðihúsinu og þeir merktir þeim upplýsingum sem fram koma á pokanum.

Örmerktur lax

Þegar veiðiugga vantar á laxinn þá er búið að setja örmerki í trjónu hans. Vinsamlegast lítið vel eftir örmerktum laxi því hann er rannsóknarlega séð mjög mikilvægur. Þegar um örmerktan lax er að ræða er trjónan (hausinn) skorin af og hún sett í þar til gerðan poka. Á pokann er skráð:

  • Nafn, símanr. og heimilisfang veiðimanns
  • Veiðistaður
  • Veiðitími
  • Lengd fisks
  • Þyngd fisks
  • Kyn fisks

Þegar búið er að skrá þessar upplýsingar á pokann er hann settur í frysti en þangað mun rannsóknaraðili sækja hann. Veiðimaður má halda eftir laxinum fyrir utan trjónuna.

LaxTímabil: 20.06 - 30.09
Leyfilegt agn: Fluga
Eingöngu leyfilegt að veiða með flugustöng.
Kvóti: Einn lax á vakt.

   Þrifagjald


Þrif á veiðihúsinu eru ekki innfalin í stangarverðinu og ber veiðimönnum að kaupa þá þjónustu. Innifalið eru almenn þrif og uppábúin rúm, tvö rúm per stöng.

Veiðimenn sjá um að þrífa grill, klára uppvask, raða inn í skápa og skúffur ásamt því að sinna almennum frágangi.

Ætlast er til að veiðimenn gangi frá öllu rusli og taki það með sér við brottför.

Athugið! SVFR áskilur sér rétt til að rukka aukalega fyrir þrif ef frágangur á veiðihúsinu er ekki sem skyldi.

Þrif - umsjón

Björgvin Fjeldsted

+354 847 6319

Greitt er fyrir þrif á brottfarardegi, annaðhvort með að skilja eftir greiðslu í húsi eða millifærslu. Kt.201189-2689. Rnr.0354-26-60411

Hollið Fjórir veiðimenn í húsi, alls 30.000 kr.

Innifalið eru almenn þrif og uppábúin rúm, tvö per stöng. Fyrir hvern einstakling umfram fjóra greiðast 3.500 kr.