Frá 51 þús

Andakílsá

Andakílsá hentar fluguveiðimönnum einstaklega vel. Andakílsá fellur úr Skorradalsvatni um Andakílsárfoss, en neðan hans er laxveiðisvæðið u.þ.b. 5 kílómetra langt og nær niður að brú á Þjóðveginum ofan bæjarins Ausu. Andakílsá er sérlega hentug fyrir fjölskylduna því aðgengi að veiðistöðum er mjög gott.

Vesturland, Borgarfjörður
Veiðitímabil: 20.06 - 30.09
Stangir: 2, seldar saman
Agn: Fluga
Kvóti: 2 á vakt
7 manns í sjálfsmennsku
Bóka núna
Umsjón og veiðivarsla

Andakílsá

+354 568 6050

svfr@svfr.is

Veiðisvæðið - veiðin

Laxveiðisvæði árinnar er 5km langt og nær frá Andakílsárfossum að ofan og niður að brú á þjóðveginum ofan bæjarins Ausu. Í ánni eru 15 merktir veiðistaðir.

Andakílsá lætur ekki mikið yfir sér en hún er oftar en ekki full af fiski. Sumarið 2020 veiddust rúmlega 600 laxar á eina stöng frá 15. júní til 15. sept. sem er frábær veiði. Meðalveiði á dagsstöng hefur oftar en ekki verið með þeim betri á landsvísu í Andakílsá.

Kvóti er á veiðinni upp á 2 laxa á stöng á dag. Eftir að kvóta er náð er skylda að sleppa öllum afla.

Veiðihús

Sleif

Veiðihúsið Sleif er notalegt hús hlaðvarpanum, með rafmagni og hita. Svefnrými er fyrir 7 manns í tveimur svefnherbergjum. Í öðru herberginu eru fjögur rúmstæði í kojum en í hinu tvíbreitt rúm og rúmstæði yfir því í koju. Í baðherbergi er sturta og við húsið er gasgrill. Það er ekki bakaraofn í húsinu en allur helsti borðbúnaður.

Veiðimenn mega koma í húsið einni klukkustund eftir að veiði lýkur, daginn fyrir veiðidag, og skulu rýma það á sama tíma brottfarardag. Þegar seld eru 2ja daga holl frá hádegi til hádegis mega veiðimenn koma í hús klukkustund áður en veiði hefst. Veiðimenn skulu ræsta húsið rækilega fyrir brottför og taka með sér allt rusl. Hægt er að kaupa þrif en upplýsingar um þau eru í veiðihúsi og hjá SVFR. Í húsinu eru sængur og koddar en veiðimenn leggja sjálfir til sængurfatnað, allar hreinlætisvörur og matvæli.

Húsið er opið og skulu veiðimenn skilja það eftir opið við brottför. Lyklar hanga inni í húsi óski veiðimenn þess að læsa á meðan þeir eru við veiðar. Fólksbílafært er að húsinu og að flestum stöðum við ána.

sjálfsmennska
gasgrill
aðgerðarborð

Gagnlegar upplýsingar


Andakílsá lax 
Veiði hefst:20. júní
Veiði lýkur:30. september
Fjöldi stanga:2 - seldar saman
Veiðifyrirkomulag:Tveggja (2) daga holl frá hádegi til hádegis
Veiðitími I20.06 - 13.08
Morgunvakt:07:00-13:00
Eftirmiðdagsvakt:16:00-22:00
Veiðitími II14.08 - 30.09
Morgunvakt:07:00-13:00
Eftirmiðdagsvakt:15:00-21:00
Mæting, staður:Veiðihús
Mæting, tími:klukkustund fyrir vakt
Vinsælar flugur:Frances, Green Highlander, Sunray Shadow, Collie Dog

Leiðsögn

Leiðsögumenn SVFR eru veiðimenn með mikla og langa veiðireynslu og eru valdir af kostgæfni. Með leiðsögn verður veiðin markvissari, tíminn nýtist betur, og oftar en ekki ánægjulegri. Leiðsögumenn okkar upplýsa veiðimenn um bestu veiðistaðina í ánni, búnaðinn og veiðitækni.

  Markvissari veiði

  Fagleg ráðgjöf

Veiðireglur


Vinsamlegast kynnið ykkur veiðireglurnar og virðið þær. Brot á veiðireglum varða fyrirvaralausum brottrekstri úr ánni, upptöku afla og veiðafæra ásamt öðrum viðurlögum eftir því sem við á.

Gangið vel um veiðisvæðið, valdið ekki jarðraski og hirðið allt rusl. Sýnið náttúrunni virðingu og keyrið ekki utanvega. Allan afla ber að skrá í veiðibók.

Sjáið einnig almennar veiðireglur SVFR

Veitt er á tvær stangir allt tímabilið. Þar sem stangirnar tvær eru aðeins seldar saman skipta viðimenn sjálfir með sér veiðisvæðinu. Það er eindregin ósk landeigenda að tekið sé hreistursýni af öllum veiddum fiski. Hreistursýni eru mjög mikilvæg fyrir vísindalegar upplýsingar.

LaxTímabil: 20.06 - 30.09
Leyfilegt agn: Fluga
Kvóti: 2 laxar á vakt undir 70 cm
Öllum fiski 70 cm og yfir skal sleppt.