Vorveiðin í fullum gangi!

Veiðin – hvað er að frétta?

Veiðin hófst 1. apríl og það er nóg að frétta af svæðum SVFR. Veður hefur sett strik í reikninginn hjá veiðimönnum en eins og þeir allra hörðustu segja – veður er hugaástand!

Leirvogsá
Kuldi hefur sett strik í reikninginn fyrir veiðimenn í Leirvogsá en það hefur ekki stöðvað þá, aðalveiðin er sjóbirtingur en slangur af niðurgöngulaxi hefur einnig komið á land. Heitasti veiðistaðurinn er Gamla-Brú. Veiðimenn deyja ekki ráðalausir og hafa sett undir þyngri flugur og veiða hyljina löturhægt, í svona köldum aðstæðum er fiskurinn límdur við botninn. Með hlýnandi veðri verður veiðin betri, og vorið er handan við hornið.

Varmá
Veiðin í Varmá hefur verið vægast sagt frábær, það er mikið af fiski og er hann aðallega fyrir neðan þjóðveg. Uppistaðan í veiðinni er sjóbirtingur en einnig hafa komið fallegir staðbundnir urriðar. Varmá hefur það fram yfir Leirvogsá að hún er alltaf hlý, vatnshitinn fer aldrei undir 8°! Áin er í toppvatni núna og mun haldast í því næstu daga, veiðimenn geta því verið spenntir fyrir því að kasta fyrir sjóbirting í Varmá!

Á myndinni má sjá Árna Kristinn Skúlason með vænan sjóbirting úr Varmá sem hann fékk núna um páskana.

 

Veiðikveðja,

SVFR

 

By SVFR ritstjórn Varmá - Þorleifslækur