Kæru félagsmenn.
Á morgun kl 13:00 munum við opna fyrir sölu vorveiðileyfa í Leirvogsá og Korpu.
Öll vorveiðileyfi verður að finna í vefsölu SVFR https://svfr.is/vefsala/
Í Leirvogsá eru báðar stangir seldar saman til 15. apríl, eins og síðustu ár er ein stöng seld í Korpu og er hún veidd annan hvern dag.
Það eru einungis 25 dagar í að veiðitímabilið hefjist, kominn tími á að raða í boxin og bóna línurnar því þetta er að bresta á!
Við viljum svo biðla til veiðimanna í vorveiði að skrá samviskusamlega aflann í veiðibækur á https://anglingiq.com/is/