Vorið er komið – fræðslukvöld SVFR

Fræðslunefnd SVFR verður með stórskemmtilegt fræðslukvöld á morgun (23. apríl) á Ölver, salurinn opnar klukkan 19:00 og dagskrá hefst klukkan 20.

Hvað er að fara af stað í lífríkinu næstu daga?
Hvernig er vormynstur hornsíla og toppflugu og hvernig getum við nýtt okkur það í veiðinni? 
Sannar íslenskar veiðisögur – Sérstakir gestir stíga upp á svið og deila með okkur stórskemmtilegum sögum, þema kvöldsins eru stórfiskar og sögur af ótrúlegum baráttum, sigrum og ævintýrum.
Happahylurinn verður að sjálfsögðu á sínum stað – stútfullur af vinningum!

 

 

By Árni Kristinn Skúlason Fréttir