Vinna við úthlutun er í fullum gangi

Stjórnarmenn- og konur hjá SVFR eru þessa dagana að vinna að úthlutun veiðileyfa fyrir sumarið. Í sumum tilfellum hefur þurft að fara í drátt um hvaða hópar hljóta hnossið en í dag fóru fyrstu drættir fram hér á skrifstofu og munu halda áfram út vikuna. Við munum hafa samband við sem flesta til að upplýsa um gang mála. Við biðjum ykkur hins vegar að bíða þar til haft hefur verið samband.

Dráttur um Elliðaárnar mun fara fram í næstu viku og verður auglýst á næstu dögum.

By admin Fréttir