Eins og oft þegar mannshöndin kemur að, þá slæðast inn villur í prentað efni, Söluskrá SVFR var engin undantekning þetta árið, en við fengum ábendingar um það nú í dag.
Verðskrá í Bíldsfell er því miður vitlaus eins og hún kemur fram og er hún sem hér segir:
Þess má geta að frábær veiði var í Bíldsfelli síðasta sumar og komu stórar göngur inn í ágúst og var góð veiði alveg fram á lokaholl hjá þeim hollum sem voru við veiðar.
Einnig læddist sú villa inn í texta um Langá að boðið væri upp á staka daga í lok tímabilsins, en nú verður einungis boðið upp á 2ja daga holl í lok tímabils og því verða engir stakir dagar í boði eins og undanfarin ár.