Viðburðir á döfinni

Það er farið að síga á seinni hlutann á apríl og veturinn virðist loksins vera að sleppa sumrinu úr sínum heljargreipum. Við fögnum því og sláum upp nokkrum skemmtilegum viðburðum nú í maí. Formleg dagskrá er ekki tilbúin en við hvetjum ykkur til að taka þessar dagsetningar frá og fylgjast vel með hér og á Facebook síðunni okkar.

  • 5. maí – Síðasta opna hús vetrarins í Rafveituheimilinu Rafstöðvarvegi 20.
  • 11. maí – Kastsýning og græjukynning á túninu við skrifstofur SVFR að Rafstöðvarvegi 14.
  • 20. maí – Vorhátið SVFR á og við skrifstofur SVFR Rafstöðvarvegi 14.

Eins og áður segir, formleg dagskrá er í smíðum og verður kynnt nánar á næstunni. En takið dagsetningarnar frá!

Skrifstofan

By admin Fréttir