Við framlengjum í myndakeppni Veiðimannsins

Nýverið auglýstum við eftir myndum í myndakeppni Veiðimannsins. Frestur til að skila inn myndum var til 15. september en við höfum ákveðið að framlengja frestinn fram á föstudaginn 6. október til að ná inn flottum haustmyndum með í keppnina.

Myndin sem verður valin fær 50 þúsund króna inneign upp í veiðileyfi næsta sumars og á möguleika að birtast á forsíðu Veiðimannsins. Úrval innsendra mynda verður birt í næsta tölublaði sem er í vinnslu. Frestur til að skila inn myndum er til 15. september. Til að hljóta verðlaunin verður myndin að vera frá veiðisvæðum SVFR og góð saga af bakkanum má gjarnan fljóta með.

Myndir má senda á ritstjóra Veiðimannsins, Hörð Vilberg, á netfangið [email protected]

 

By admin Fréttir