Síðustu daga hefur verið mikil rigning og hefur Varmá vaxið mikið, áin er eins og góður kakóbolli á litinn en það stoppaði ekki félagana Benedikt og Atla. Þeir settu í 14 fiska og lönduðu 8, allt fallegir sjóbirtingar sem tóku stórar straumflugur. Í þessum aðstæðum er gott að hugsa um liti sem sjást vel í lituðu vatni, flugan sem virkaði best hjá þeim var eldrauð og græn á litinn.
Núna er Varmá að sjatna og er von á veislu, það er mikið af fiski fyrir ofan Reykjafoss og það er að koma nýr fiskur að koma á hverju flóði. Besti tíminn er framundan og það er hægt að skoða lausa daga hér í vefsölunni.
Enn er hægt að sjá myndbönd af veiðinni á Instagram hjá þeim félögum – @icelandicflyfishing og @atlimao