Veiðitímabilið á svæðum SVFR er búið, sumarið leið mjög hratt enda var veiðin mun betri á flestum svæðum. Við tókum upp liðinn “Örfréttir” í sumar og verður þessi samantekt í anda þeirra.
Ertu með veiðisögu frá ársvæðum Stangaveiðifélagsins? Endilega deildu henni með okkur – hafið samband á [email protected]
Elliðaár
Tímabilið var afar gott og var lokatalan 938 laxar. Þrír aflahæstu veiðistaðirnir voru Hundasteinar (172), Árbæjarhylur (146) og Hraun (145). Þetta er besta veiði síðan 2018 en þá veiddust 960 laxar.

Flekkudalsá
Heildarveiðin var 148 laxar á stangirnar þrjár, það er mikil bæting síðan í fyrra en þá veiddust 73 laxar. Langbesti veiðistaðurinn var Jónsbakki en hann gaf 46 laxa, eftir honum kemur Tungufljót með 18 og Torfunesfoss með 12.

Gljúfurá í Borgarfirði
Heildarveiðin var 191 lax á stangirnar þrjár, það er betri veiði en í fyrra en þá veiddust 171. Bestu veiðistaðirnir voru Oddahylur (41), Geitaberg (20) og Þjófahylur (14).

Korpa (Úlfarsá)
Heildarveiðin var 249 laxar á stangirnar tvær sem er besta veiði síðan 2003 en þá veiddust 273. Bætingin síðan í fyrra er umtalsverð en þá veiddust 173. Bestu veiðistaðirnir voru Stíflan (98), Breiðan (29) og Stokkar (25).

Haukadalsá
Heildarveiðin var 428 laxar á stangirnar 5 sem er góð bæting síðan í fyrra en þá veiddust 373. Bestu veiðistaðirnir voru Hornið (86), Vilki (40) og Long Strong (38).

Langá
Heildarveiðin var 1292 laxar, veitt er með 8/10/12 stöngum í Langá en það fer eftir árstíma. Umtalsverð bæting er síðan í fyrra en þá veiddust 709. Bestu veiðistaðirnir voru Efri-Langisjór (71), Breiðan (67) og Hreimsáskvörn (63).

Laugardalsá
Heildarveiðin var 124 laxar. veitt er á 2/3 stangir en það fer eftir árstíma. Þetta er mikil bæting síðan í fyrra en þá veiddust 81 laxar. Bestu veiðistaðirnir voru Dagmálafljót (60), Blámýrarfljót (28) og Skriðufljót (9).

Leirvogsá
Heildarveiðin var 279 laxar á stangirnar tvær, það er aðeins verri veiði en í fyrra en þá veiddust 303 laxar. Bestu veiðistaðirnir voru Kvörn (49), Brúarhylur (20) og Skúlaskeið (19).

Miðá í Dölum
Heildarveiðin var 202 laxar á stangirnar þrjár, það er töluverð bæting á milli ára en það veiddust 144 laxar. Bestu veiðistaðirnir voru Símastrengur (30), Skarðsfljót (20), Helguvarða (19).

Sandá
Heildarveiðin var 381 laxar, veitt er á 3/4 stangir en þar fer eftir árstíma. Það er ágæt bæting á milli ára en í fyrra veiddust 336 laxar. Bestu veiðistaðirnir voru Húsahylur (43), Bjarnadalshylur (42) og Steinabreiða (41).

Þverá í Haukadal
Heildarveiðin var 36 laxar á eina stöng, gott er að taka fram að skráning í veiðibók er afar léleg. Það er mikil bæting síðan í fyrra en þá voru bara skráðir 7 laxar. Bestu veiðistaðirnir (athugið að fáir veiðistaðir bera nafn í Þverá). eru Efsta svæðið (25), Ármót (4) og Eyrar 1 (2).
Silungsveiðin var góð á flestum svæðum, hér er samantekt.
Laxá í Laxárdal
Heildarveiðin var 870 urriðar og 22 bleikjur á stangirnar 12. Þetta er heldur minni veiði en í fyrra en þá veiddust 1050, 2022 veiddust einnig 870 urriðar sem er skemmtileg tilviljun. Bestu veiðistaðirnir voru Djúpidráttur – Vestur (61), Djúpidráttur – Austur (55) og Árgilsstaðaflói – Vestur (47).

Laxá í Mývatnssveit
Heildarveiðin var 3843 urriðar og 65 bleikjur á stangirnar 14. Það er heldur minni veiði en í fyrra en þá veiddust 4783 urriðar. Bestu veiðistaðirnir voru Vörðuflói – Hofstaðaey (258), Brotaflói – Helluvað (203) og Geirastaðaskurður (174).

Gufudalsá
Heildarveiðin var 528 bleikjur, 21 laxar og 12 urriðar, sem er frábær veiði á 4 stangir. Affall, Neðri Foss og Spegill eru áberandi bestu staðirnir.

Flókadalsá
Lokatölur úr Flókadalsá eru rétt um 300 bleikjur, veiðin er á pari við aðrar sjóbleikjuár á norðurlandi.

Brúará í landi Sels
Heildarveiðin var 96 bleikjur, 31 urriðar og 2 laxar. Gott er að taka fram að skráning í veiðibók var afar slæm. Bestu veiðistaðirnir voru Dynjandi (44), Felgan (29) og Vatnsmælirinn (20).
