Veiðimaðurinn kominn út – afmælisútgáfa

Veiðimaðurinn er kominn út!

80 ára afmælisblað Veiðimannsins er komið út en fyrsta tölublaðið leit dagsins ljós árið 1940. Í tilefni afmælisins er það öllum aðgengilegt á vefnum en prentuð útgáfa mun berast fljótlega til félagsmanna og áskrifenda. Á vef SVFR er einnig hægt að lesa önnur tölublöð Veiðimannsins frá árinu 2014. Því er af nægu að taka þegar kemur að lesefni um stangveiði þar til veiðimenn skella sér á bakkann í sumar til að kljást við spræka fiska og njóta íslenskrar náttúru.

Skoðaðu og lestu afmælisútgáfu Veiðimannsins:

Open Book

 

Reynið viðskiptin

Stuðningur fjölmargra auglýsenda gerir SVFR það kleift að halda úti metnaðarfullri útgáfu Veiðimannsins. „Reynið viðskiptin“ var iðulega sagt í Veiðimanninum fyrr á árum og undir það skal tekið. Í tölublaði Veiðimannsins nr. 210 auglýsa fjölbreytt fyrirtæki vörur sínar og þjónustu. Lítið við hjá þeim og skoðið úrvalið eftir lestur blaðsins! Takk fyrir stuðninginn.

 

Veiðibíó

Á tíu ára afmæli SVFR árið 1949 var frumsýnd kvikmynd í lit um stangveiði á Íslandi sem þótti tíðindum sæta. Við Straumana er heiti hennar en hún var sýnd í Gamla bíó þrisvar sinnum í viku. Myndin var sýnd á ný á 80 ára afmæli SVFR 2019 og í tilefni 80 ára afmælis Veiðimannsins er hún nú öllum aðgengileg á vefnum. Sjón er sögu ríkari.  Sjá nánar hér


Vefsalan er opin

Áttu eftir að tryggja þér veiðileyfi fyrir sumarið? Vefsala SVFR er opin allan sólarhringinn en þar getur þú fundið þér veiðileyfi í spennandi ám og vötnum um land allt, hvort sem bráðin sem þú eltist við er lax, bleikja eða urriði. Ísland er landið!

Kíktu í veiðileyfabúðina


Forsíða Veiðimannsins kemur út í 4 litum.

By admin Fréttir