Vetrarblað Veiðimannsins 2021-2022 er komið út. Í anda jólanna er blaðið að þessu sinni aðgengilegt öllum veiðimönnum á vefnum. Prentað eintak mun svo kæta félagsmenn og áskrifendur yfir hátíðirnar.
Víða er komið við að vanda. Fjallað er um nýtt ársvæði SVFR, Miðá í Dölum, sem er fjölskylduvænt svæði og bráðin er bæði lax og bleikja. Veiðimenn rifja upp kynni sín af Blue Charm. Rætt er við öflugar veiðikonur, rýnt í lífríkið og lífsferil sjóbirtingsins. Þá heldur Veiðimaðurinn á silungaslóð og sækir sér góð ráð til að auka aflabrögðin! Margt fleira mætti tína til og Veiðimaðurinn stingur sér m.a. ofan í veiðibókaflóðið auk þess að rifja upp reimleika.
Hörður Birgir Hafsteinsson prýðir forsíðu blaðsins með sannkallaðan höfðingja úr Elliðaánum, heimavelli SVFR. Vetrarblað Veiðimannsins er númer 213 og hefur komið út frá 1940. Gleðilega hátíð og fengsælt komandi sumar. Nú hækkar sól á lofti og rétt að hefja tilhlökkun.
Ef nýjasta tímaritið birtist ekki þarf að ýta á ctrl + f5 (á Mac cmd + shift + R) til að endurræsa síðunni.