Veiðifréttir af svæðum SVFR

Góðan daginn.

laxveiðin byrjar mun betur í ár heldur en í fyrra, Langá er á fínu róli og mikið af fiski að ganga í ána. Haukan er mun betri en á sama tíma í fyrra, slatti af fiski að ganga og veiðin í góðu jafnvægi. Flekkan opnaði  1. júlí og bíðum við eftir fréttum þaðan, við fengum ansi skemmtilegt videó frá Frey Antonssyni frá Gljúfurá þar sem sjá má 20-30 laxa í veiðistaðnum Kerinu, sjá hér:IMG_9054

Fínasti gangur hefur verið á urriðasvæðunum fyrir norðan eftir kuldakastið í byrjun júní, stórir urriðar að veiðast og mikill fiskur á ferðinni. Þessi 71 cm glæsilegi fiskur veiddist í Laxárdalnum um daginn, sjá mynd.

Eitthvað er laust af leyfum í Langá, nú er besti tíminn að bresta á og hægt að tryggja sér stöng á prime time:Vefsala – SVFR

Einnig eru laus nokkur holl í Haukuna, frábær á með frábæru húsi fyrir litla hópa eða fyrirtæki,sjá laus holl hér:Vefsala – SVFR

Svo eru laus leyfi í Laxárdalinn í júlí, glæsilegt svæði og glæsilegt hús, þess má geta að það er laust í hið rómaða Caddis holl 11-17 júlí, frábært tækifæri til að læra af þeim bestu og læra á Laxárdalinn, sjá laus leyfi hér:Vefsala – SVFR.

 

 

By Hjörleifur Steinarsson Fréttir