Veiðidagur barna og unglinga í Elliðaánum sumarið 2017

Í sumar eru í boði 5 hálfir dagar sem félagsmönnum 18 ára og yngri gefst kostur á að koma og veiða í Elliðaánum í boði félagsins.

Skráning fer fram á [email protected] og er til miðnættis 11. júní (sunnudagur).  Takmarkaður stangarfjöldi er í boði. Aðeins er tekið við umsóknum sem berast í tölvupósti.

Dagarnir sem í boði eru:
25. júní eftir hádegi (sunnudagur)
31. júlí fyrir hádegi (mánudagur)
31. júlí eftir hádegi (mánudagur)
13. ágúst fyrir hádegi (sunnudagur)
13. ágúst eftir hádegi (sunnudagur)

Taka skal fram hvaða dag óskað er eftir og verða þeir sem fá úthlutun látnir vita fimmtudaginn 15. júní.

Þá daga sem veiði er fyrir hádegi er fínt að börnin mæti um klukkan 6:30 í veiðihúsið en kl. 14:30 þá daga sem veiði er eftir hádegi, við veiðihúsið þar sem reyndir veiðimenn taka á móti þátttakendum og leiða þá í allan sannleika um leyndardóma Elliðaánna og laxveiðanna.

Veiðin er fyrir alla þá sem eru undir 18 ára aldri og geta veitt sjálfir.
Foreldrar barna fylgja börnum sínum við veiðarnar, en eingöngu til halds og trausts. Á svæðinu verða leiðsögumenn sem leiðbeina við veiðarnar. Leiðsögumaður fylgir hverjum hópi.
Ánni er skipt í 4 svæði (engin frísvæði) og verða allir að fylgja fyrirmælum sem gilda á þessum dögum.
Allir mæta með veiðibúnað sem ætlaður er til laxveiða.
Að veiðinni lokinni bíður hópsins grillveisla við veiðihúsið

Með kærri veiðikveðju,
Fræðslunefndin

By admin Fréttir