Úthlutun fyrir árið 2018 er nú lokið. Það er því miður þannig að við getum ekki ennþá sett inn á “Mínar síður” hvers og eins hver staðan er á veiðileyfum en við vonum það innilega að við náum því að næsta ári. Góðir hlutir gerast hægt.
Við munum í þessari viku senda þeim sem fengu úthlutað reikninga vegna veiðileyfanna sem þeir sóttu um og fengu. Við biðjum ykkur að sýna stillingu og þolinmæði vegna þessa. Ef það skyldi gerast að greiðsluseðill vegna veiðileyfanna komi á undan kröfunni í heimabankanum þá er engin ástæða til að hringja heldur biðjum við ykkur að hinkra eftir því að krafan birtist. Ef það skyldi gerast að krafan komi á undan greiðsluseðlinum, ekki örvænta, seðillinn er á leiðinni.
Ef þú vilt breyta eða hætta við eða óska eftir greiðsluskiptingu óskum við eftir því að þú sendir okkur tölvupóst á netfangið [email protected] með óskum þínum um breytingar. Við munum gera allt hvað við getum til að verða við þeim. Frestur til að skila veiðileyfum verður föstudagurinn 2. mars. Ef ekki er búið að skila veiðileyfum formlega fyrir þann tíma eða greiða staðfestingargjald áskiljum við okkur rétt til að afturkalla veiðileyfin og bjóða þau til sölu á opnum markaði.
Það er viðbúið að ekki fái allir það sem þeir óska eftir en þeir geta sent tölvupóst á [email protected] og óskað eftir því að við finnum í sameiningu eitthvað í staðinn.
Stefnt er að því að opna vefsölu með lausum veiðileyfum fyrstu vikuna í febrúar en við munum auglýsa það nánar þegar nær dregur. Til þess að betur sé hægt að aðstoða fleiri í einu óskum við þess eindregið að þið sendið tölvupóst til okkar í stað þess að hringja. Erindi ykkar er þá skriflegt og við munum afgreiða það eins fljótt og mögulegt er.
Skrifstofa SVFR verður lokuð frá kl. 14:00 fimmtudaginn 25. janúar til kl. 12:00 miðvikudaginn 31. janúar. Tölvupóstum verður svarað eins og hægt er á meðan.